Taktu stöðuna með Auðnast

Ég um mig frá okkur til þeirra

Fyrst af öllu þarftu að þekkja sjálfan þig og þína heildrænu heilsu. Að svo búnu er gott að taka stöðuna með þínu nánasta fólki, fara jafnvel í fjórðungsuppgjör á parsambandinu, læra að setja jákvæð og uppbyggileg markmið með fjölskyldunni. Að síðustu er gott að kanna viðhorf og líðan í starfi, endurskilgreina hlutverk og setja sér ný markmið.

Ef þú hefur áhuga á slíku, ekki hika við að panta tíma hjá okkur og fá ráðgjöf, meðferð eða þjálfun, allt eftir því hvað hentar þér. Smelltu hér til að hafa samband.

Ég ferðast með fortíðina í farteskinu og stefni á framtíðina en hvar er ég nú?

Ég

Hver er ég og hvað hentar mér. Þekki ég styrkleika mína og veikleika. Hvernig læt ég mér líða vel og hvað geri ég þegar eitthvað bjátar á. Hvernig get ég lært að taka stöðu á sjálfum mér með regulegu millibili í þeim tilgangi að ná sátt og skila árangri?

Námskeið eða einkatími – þú velur!

fjölskyldan

Hvernig samþætti ég minn fjölskylduarf við maka minn, hvernig er best að ala upp börn og hvernig held ég öllum boltum á lofti í annríki dagsins. Hvað er hentug markmiðasetning fyrir fjölskyldu eins og mína?

Þetta og margt fleira hjá okkur í Auðnast.

ástarsambandið

Upphafið – miðjan – og jafnvel endir. Hvað þarf ég að kunna um ástina, ástarsambandið, ástarsorgina. Hvenær er tímabært að skilja? Eru ársfjórðungsuppgjör í sambandi eitthvað sem ég ætti að skoða?

Ráðgjafar á vegum Auðnast eru sérfræðingar á þessu sviði.

lífið for dummies

Ég kann að lesa, skrifa og reikna ... en hver kennir mér á lífið og allt sem því fylgir? Hvað þarf að hafa í huga þegar ég flyt að heiman, þegar ég fer út á vinnumarkaðinn, þegar ég lendi í samskiptaörðugleikum ... og margt fleira.

Fylgstu með námskeiðum hjá okkur eða pantaðu einkatíma.

Ef þú vilt bóka viðtal eða fá frekari upplýsingar – sendu okkur línu!