Allir vinnustaðir þurfa samkvæmt lögum að gera skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað.
Auðnast hefur hlotið viðurkenningu frá Vinnueftirlitinu til að framkvæma áhættumat á andlegum- og félagslegum þáttum. Þeir starfsmenn Auðnast sem sinna áhættumati hafa réttindi frá Vinnueftirliti ríkisins. Áætlunin skal vera opinber og aðgengileg starfsmönnum vinnustaðarins og notast sem leiðarvísir varðandi öryggi og heilsu starfsmanna.
Niðurstöðum og markmiðum er skilað í skýrslu og kynntar fyrir stjórnendum. Samhliða markmiðum er birtur ítarlegur listi yfir verkefni og þeim forgangsraðað eftir mikilvægi. Tilgangur með gerð skriflegrar áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustað er að fyrirbyggja og draga úr vanlíðan og heilsutjóni sem starfsmenn geta orðið fyrir við vinnu sína. Horft er til áhrifa sem vinna getur haft á líkamlega, andlega og félagsleg heilsu starfsmanna. Þrem til sex mánuðum eftir útgáfu áhættumats er haldinn eftirfylgnifundur þar sem farið er yfir úrbætur og stöðu verkefna.
Viltu bóka fund með okkur? Sendu okkur línu og við verðum í sambandi.