Bólusetningar

Auðnast býður einstaklingum og fyrirtækjum upp á bólusetningar gegn inflúensu eða því sem þörf er á hverju sinni.

Nokkrar staðreyndir um Inflúensuna:

  • Inflúensa gengur yfir norðurhvel jarðar frá október og fram í mars ár hvert
  • Frá því smit á sér stað er meðgöngutími tveir dagar áður en einkenni og veikindi hefjast
  • Einkenni inflúensu koma yfirleitt snögglega sem hár hiti, höfuð-, bein- og vöðvaverkir, þurr hósti og særindi í hálsi
  • Í flestum tilfellum er viðkomandi frá vinnu í rúma viku
  • Í kjölfar inflúensu aukast líkur á lungnabólgu og sýkingu í kinn- og ennisholum sem geta lengt veikindi enn frekar. Varnir geta auk þess veikst sem og úthald minnkað
  • Ef bólusett er árlega mörg ár í röð má búast við minni líkum á inflúensusmitum yfir ævina
  • Inflúensufaraldurinn hefur mikil áhrif á skóla- og atvinnulífið þar sem mikil aukning er á fjarvistum starfsfólks og nemanda
  • Í heilbrigðiskerfinu eykst álag á þessum tíma vegna fjölgunar í hópi þeirra sem þurfa á þjónustu að halda sem og fækkun á starfsfólki vegna veikinda
  • Bólusetning gefur 60-90% vörn gegn inflúensu

Bóka fund

Viltu bóka fund með okkur? Sendu okkur línu og við verðum í sambandi.

Takk fyrir fyrirspurnina. Við verðum í sambandi.
Ertu búin/n að fylla út alla reitina?