EKKO

Tilgangur ekko þjónustu auðnast er að viðhalda þekkingu stjórnenda og starfsfólks á málaflokknum, stuðla að heilbrigðum og jákvæðum samskiptum á vinnustað

Hvað má og hvað á að gera? Innleiðing á réttum viðbrögðum við einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

Auðnast hefur hannað verkferla sem hafa það markmið að auka útbreiðslu þekkingar á réttum viðbrögðum við EKKO á vinnustað, en slík þekking er undirstaða að sálfélagslegu öryggi starfsfólks.

Dæmi um innleiðingu á vinnustað

Mótun stefnu og innleiðing verkferla.

 • Yfirlestur, endurmat og tillögur að úrbótum á núverandi stefnu. Verkferlagreining í samræmi við þarfir vinnustaðarins og uppsetning á viðeigandi verkferlum
 • Stjórnendaþjálfun um verkferla og fagleg viðbrögð í EKKO aðstæðum
 • Fræðsla til starfsfólks
 • Eftirfylgni og fróðleiksmolar

Mannauðsteymi og stjórnendur með mannaforráð hafa beinan aðgang að verkefnisstjóra Auðnast á meðan innleiðingu stendur og geta óskað eftir handleiðslu/ráðgjöf.

EKKO veita Auðnast:

Auðnast býður fyrirtækjum og stofnunum upp á þjónustuáskrift þegar kemur að málum er varða EKKO.

Þjónustuáskriftin er þríþætt:

 • Yfirlestur, endurmat og tillögur að úrbótum á núverandi stefnu. Verkferlagreining í samræmi við þarfir vinnustaðarins og uppsetning á viðeigandi verkferlum.
 • Stjórnendaþjálfun um verkferla og fagleg viðbrögð í EKKO aðstæðum
 • Fræðsla til starfsfólks
 • Eftirfylgni og fróðleiksmolar

Aðstoð við meðferð einstakra mála og handleiðsla

EKKO teymi Auðnast sinnir þjónustu við einstök mál. Hafa skal í huga að hvert mál er sérstakt og því mikilvægt að leggja mat á umfang og tímalínu við úrvinnslu máls. Aðkoma Auðnast getur verið með eftirfarandi hætti:

 • Ráðgefandi stuðningur/handleiðsla við stjórnendur
 • Óháður úrvinnsluaðili við einstaka mál. Gögnum safnað, viðtöl tekin og ráðgefandi minnisblaði skilað
 • Stuðningur við málsaðila (tilkynnandi, sá sem var tilkynnntur, aðrir málsaðilar)
 • Fræðsla og hóphandleiðsla fyrir starfsfólk

Óskir þú eftir frekari upplýsingum við meðferð einstakra mála, sendu okkur línu hér fyrir neðan.

Bóka fund

Viltu bóka fund með okkur? Sendu okkur línu og við verðum í sambandi.

Takk fyrir fyrirspurnina. Við verðum í sambandi.
Ertu búin/n að fylla út alla reitina?