EKKO

Samskipti leggja grunn að heilsu og öryggi starfsfólks

Auðnast leggur áherslu á viðeigandi EKKO viðmið á vinnustað sem felur í sér að þjálfa stjórnendur, fræða starfsfólk og stuðla að heilbrigðum samskiptum. Með aukinni þekkingu og þjálfun er lagður grunnur að sálfélagslegu öryggi starfsfólks

Innleiðing á EKKO viðmiðum Auðnast

Í EKKO vinnu Auðnast er lögð áhersla á viðvarandi árangur í málaflokknum með lykilskrefum

  • Skýr og aðgengileg viðbragðsáætlun sem byggir á EKKO sniðmáti Auðnast og er í samræmi við reglugerð 1009/2015 (lög 46/1980 um aðbúnað hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum).
  • Stjórnendaþjálfun. Tilgangur þjálfunar er að efla og viðhalda færni stjórnanda til að takast á við tiltekin verkefni í starfi sem tengjast EKKO málaflokknum. Farið er yfir forvarnir, verkferla og fagleg viðbrögð
  • Fræðsla til starfsfólks. Markmið er að kynna aðferðafræði sem nýtist starfsfólki í umfjöllun um viðfangsefnið og rétt viðbrögð

Mannauðsteymi og stjórnendur með mannaforráð hafa beinan aðgang að EKKO fagaðilum Auðnast á meðan innleiðingu stendur

Heil heilsu þjónustusamningur
EKKO veita Auðnast

Auðnast býður vinnustöðum sem eru í heil heilsu þjónustusamningi Auðnast upp á eftirfarandi: 

  • EKKO veita Auðnast: Starfsmaður getur óskað milliliðalaust eftir samtali við fagaðila í EKKO teymi Auðnast. Tilgangur veitunnar er að skapa umhverfi þar sem hægt er að ræða viðkvæm mál í hlutlausu umhverfi. Hægt er að hafa samband í gegnum netfangið trunadur@audnast.is
  • Forgangur í fagþjónustu á Auðnast klíník
  • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur og starfsfólk við úrvinnslu einstakra mála
  • Eftirfylgni og stuðningur

Aðstoð við meðferð einstakra mála og handleiðsla

EKKO fagráð Auðnast sinnir ráðgjöf við einstök mál.  Aðkoma Auðnast getur verið með eftirfarandi hætti:

  • Ráðgefandi stuðningur/handleiðsla við stjórnendur
  • Stuðningur við málsaðila (tilkynnandi, sá sem var tilkynnntur, aðrir málsaðilar)
  • Fræðsla og hóphandleiðsla fyrir starfsfólk sem er að fara í gegnum EKKO úrvinnslu á vinnustað

Ef þú vilt vita meira, sendu okkur línu hér fyrir neðan

Bóka fund

Viltu bóka fund með okkur? Sendu okkur línu og við verðum í sambandi.

Takk fyrir fyrirspurnina. Við verðum í sambandi.
Ertu búin/n að fylla út alla reitina?