Tilgangur ekko þjónustu auðnast er að viðhalda þekkingu stjórnenda og starfsfólks á málaflokknum, stuðla að heilbrigðum og jákvæðum samskiptum á vinnustað
Hvað má og hvað á að gera? Innleiðing á réttum viðbrögðum við einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.
Auðnast hefur hannað verkferla sem hafa það markmið að auka útbreiðslu þekkingar á réttum viðbrögðum við EKKO á vinnustað, en slík þekking er undirstaða að sálfélagslegu öryggi starfsfólks.
Mótun stefnu og innleiðing verkferla.
Mannauðsteymi og stjórnendur með mannaforráð hafa beinan aðgang að verkefnisstjóra Auðnast á meðan innleiðingu stendur og geta óskað eftir handleiðslu/ráðgjöf.
Auðnast býður fyrirtækjum og stofnunum upp á þjónustuáskrift þegar kemur að málum er varða EKKO.
Þjónustuáskriftin er þríþætt:
EKKO teymi Auðnast sinnir þjónustu við einstök mál. Hafa skal í huga að hvert mál er sérstakt og því mikilvægt að leggja mat á umfang og tímalínu við úrvinnslu máls. Aðkoma Auðnast getur verið með eftirfarandi hætti:
Óskir þú eftir frekari upplýsingum við meðferð einstakra mála, sendu okkur línu hér fyrir neðan.
Viltu bóka fund með okkur? Sendu okkur línu og við verðum í sambandi.