Fjarvista- og viðverustefna

Veikindi eða fjarvistir starfsfólks eru oft og tíðum viðkvæm málefni og því mikilvægt að standa vel að þeim

Auðnast leggur ríka áherslu á í upphafi innleiðingarferlis að starfsmenn fái fræðslu um tilgang og aðferðafræði stefnunnar. Með því móti eru allir starfsmenn með sömu reglur og væntingar þegar kemur að viðverustjórnun. Ennfremur er tilgangurinn að auka gagnsæi þjónustunnar og þar með auka líkur á því að starfsmaður leiti sjálfur aðstoðar ef hann telur þörf á.
Hluti af Heil heilsu öryggiskerfi Auðnast felur í sér að skapa heildræna stefnu í viðverustjórnun og fjarvistamálum starfsfólks. Reynslan hefur sýnt fram á að þar skipta skýrar reglur, fræðsla og almennur stuðningur höfuðmáli. Auðnast býður upp á viðverustjórnun samkvæmt staðlaðri aðferðafræði sem felur í sér forvarnavinnu og fjarvistaviðtöl. Þjónustan er auk þess hentug til að stuðla að jákvæðri og vel skipulagðri endurkomu starfsmanns eftir fjarvistir en slík samvinna dregur verulega úr líkum á bakslagi.

Viðtal

Ráðgjafi Auðnast skilgreinir viðmið í samstarfi við starfsmannahald vinnustaðar um hvenær það telst þörf á að boða starfsmann í viðveru- og fjarvistaviðtal.

Tilgangur viðtals:

  • Greining á vanda
  • Setja raunhæf og mælanleg markmið
  • Endurgjöf og aðhald
  • Eftirfylgni
  • Stuðningur við endurkomu

Fjarvistasamtöl Auðnast veita auk þess starfsmönnum möguleika á óháðu mati á persónulegum veikindum. Sé talin þörf, er starfsmanni vísað í viðeigandi úrræði auk þess sem ráðgjafi Auðnast kemur með tillögur að úrbótum á vinnustað. Trúnaður er á milli ráðgafa Auðnast og starfsmanns.

Samkvæmt Heil heilsu öryggiskerfi Auðnast er ráðlagt að bjóða starfsmönnum í árlegt heilsufarsmat þar sem skimað er fyrir andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu. Slík vinna hefur jákvætt forvarnagildi og gefur tækifæri til þess að grípa til aðgerða á réttum tíma.

Bóka fund

Viltu bóka fund með okkur? Sendu okkur línu og við verðum í sambandi.

Takk fyrir fyrirspurnina. Við verðum í sambandi.
Ertu búin/n að fylla út alla reitina?