Fræðsla

Það er alltaf svigrúm til þess að auka vellíðan bæði í einkalífi og starfi.

Með fræðandi og skemmtilegum fyrirlestrum eða vinnstofum frá Auðnast gefst starfsfólki tækifæri til þess að dýpka þekkingu sína á mismunandi málefnum og á sama tíma fá svigrúm til að efla liðsandann og samheldni á vinnustað. Fyrirlestrar á vegum Auðnast eru stuttir, hnitmiðaðir og til þess fallnir að auka færni fólks á mismunandi sviðum daglegs lífs. Vinnustofur Auðnast eru lengri og byggja á samvinnu fyrirlesara og þátttakenda.

Senda fyrirspurn

Heil heilsu hringur Auðnast

 • Lykilþættir sem vert er að fylgjast með þegar kemur að persónulegri heilsu
 • Hvað er best að gera þegar viðvörunarbjöllur fara að hljóma?
 • Hvað telst til heildrænnar heilsu (líkamleg, félagsleg, andleg) og hvernig hægt er að hlúa að henni með einföldum aðferðum sem eru í senn bæði skemmtilegar og krefjandi?
Senda fyrirspurn

Hamingja hversdagsins

 • Hvað er hamingja og hvað segja rannsóknir um fyrirbærið?
 • Er hægt að auka hamingju?
 • Hver eru fyrstu skrefin í átt að betri líðan?
 • Draga úr togstreitu á vinnustað eða innan ákveðins hóps
Senda fyrirspurn

Líðan mín í vinnu

 • Farið yfir persónulega ábyrgð í vellíðan í starfi og vinnuumhverfi
 • Farið yfir streitutengda þætti og kenndar viðeigandi aðferðir til að bregðast við á hjálplegan hátt.
 • Hvernig er hægt að gera gott betra á vinnustaðnum?
Senda fyrirspurn

Streitukerfið þitt – áhrif langvarandi streitu á heilsu og líðan

 • Algengar mýtur um streitukerfið
 • Hvernig virkar streitukerfið þitt? Einkenni,  úthald og persónuleg ábyrgð.
 • Streituvaldar (innri og ytri þættir)
 • Birtingamynd streitu (hugræn og líkamleg)
 • Bjargráð og orkusöfnun
Senda fyrirspurn

Stoðkerfið - það kerfi sem færir okkur frá A til B

 • Hvernig hugsum við vel um stoðkerfið okkar?
 • Hvað hefur áhrif og hvað þarf að varast?
 • Hvernig tengist streita og stoðkerfið?
Senda fyrirspurn

Samskiptafærni og samskiptakerfi

 • Ertu góð/góður í mannlegum samskiptum?
 • Hvernig samskiptamynstur eru í kringum þig?
 • Hverjar eru þarfir þínar til einveru og samveru?
 • Tengsl samskipta við grunnstoðir heilsu (streita, bjargráð, líkamleg einkenni).
Senda fyrirspurn

Svefn og svefnvenjur

 • Farið yfir hvað gerist í svefni og mikilvægi þess að sofa vel
 • Tengsl svefns og heildrænnar heilsu
 • Algengar ástæður svefnvanda
 • Hollar svefnvenjur
 • Í samráði við vinnustaði er gjarnan sett upp svefnátak í kjölfar fræðslu.
Senda fyrirspurn

Grunnþættir andlegrar heilsu

 • Farið yfir grunnþættina; hugsun, tilfinningar, hegðun og áhrif umhverfis
 • Hvernig hugar þú að andlegri heilsu?
 • Kortlagning á heppilegum og óheppilegum bjargráðum
 • Styrkleikar og veikleikar
Senda fyrirspurn

Virkjum vinnumenningu

 • Kynntar leiðir til að efla vinnumenningu með örfáum breytingum
 • Hvernig getur hver og einn lagt sitt af mörkum til að skapa jákvæða vinnumenningu sem eykur hamingju og vellíðan á vinnustað?
 • Hvati og samskiptafærni á vinnstað – umburðarlyndi er allt sem þarf
Senda fyrirspurn

Markmiðasetning

 • Af hverju fjara markmiðin okkar oft út?
 • Af hverju náum við ekki tilætlaðri niðurstöðu?
 • Hvernig set ég mér markmið?
Senda fyrirspurn

Fjölskyldan mín

 • Hvað skilgreini ég sem fjölskyldu mína?
 • Getum við látið okkur líða betur saman og séð til þess að hver og einn fjölskyldumeðlimur fái að njóta sín?
 • Farið er yfir mismunandi fjölskyldumynstur, kynslóðaarfinn sem fylgir okkur og hvernig hann mótar samskiptamynstur án þess að við gerum okkur endilega grein fyrir því.
Senda fyrirspurn

Skyndihjálp – fyrsta hjálp skiptir höfuðmáli

 • Ef alvarleg veikindi eða slys eiga sér stað, getur fyrsta hjálp skilið á milli lífs og dauða.
 • Farið yfir rétt viðbrögð til að fyrirbyggja og jafnvel koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar.
Senda fyrirspurn

Sálræn skyndihjálp – áföll og erfiðir atburðir

 • Farið yfir hjálpleg viðbrögð í erfiðum aðstæðum
 • Hvernig er best að styðja við fólk sem er að takast á við erfiðleika
Senda fyrirspurn

Persónuleg og fagleg þróun

 • Fjallað um leiðir til að kortleggja eigin styrkleika og veikleka
 • Skoðuð áhrif hugsana og hegðunar á líðan
 • • Aðferðir kynntar ti lþess að breyta daglegum venjum til hins betra

Ath. Persónuleg og fagleg þróun er einnig kennt sem námskeið (5x 90 mín) og er þá innifalið tvö einstaklingsviðtöl, ítarlegri fræðsla og verkefnavinna.

Senda fyrirspurn

Bóka fund

Viltu bóka fund með okkur? Sendu okkur línu og við verðum í sambandi.

Takk fyrir fyrirspurnina. Við verðum í sambandi.
Ertu búin/n að fylla út alla reitina?