Heil heilsu öryggiskerfi

Heilbrigt starfsfólk og gott vinnuumhverfi mótar árangur og velgengni

Árangur og arðsemi vinnustaðar helst í hendur við heilsu og líðan starfsfólks. Til að stuðla að heilbrigði og öryggi á vinnustað hefur Auðnast þróað öryggiskerfi sem sniðið er að þörfum þjónustuþega hverju sinni.

Hvað er Heil heilsu öryggiskerfi Auðnast?

  • Heil heilsu öryggiskerfi er heildstæð áætlun um heilsu starfsfólks, þ.e. andlega, líkamlega og félagslega heilsu
  • Heil heilsu öryggiskerfi grípur fyrr inn í heilsufarsvanda og lágmarkar fjarvistir vegna veikinda og streitutengdra þátta
  • Heil heilsu öryggiskerfi Auðnast sinnir trúnaðarlæknaþjónustu
  • Heil heilsu öryggiskerfi er ekki eingöngu til greiningar og úrbóta vandamála heldur forvarnarmiðuð stoðþjónusta

Svona virkar öryggiskerfið:

Með því að velja þjónustu Auðnast eru forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana að stuðla að traustum og viðvarandi grunni vellíðunar hjá starfsfólki, móta jákvæða innri menningu fyrirtækisins og styrkja samskiptafærni einstaklinga til að takast á við fjölbreytt umhverfi og aðstæður. Hugmyndafræði Auðnast um heildræna heilsu eykur líkur á að:

Starfsmannavelta
minnki
Starfsánægja og starfsgeta aukist
Heildarárangur fyrirtækis verði
meiri

Bóka fund

Viltu bóka fund með okkur? Sendu okkur línu og við verðum í sambandi.

Takk fyrir fyrirspurnina. Við verðum í sambandi.
Ertu búin/n að fylla út alla reitina?