Samskipti

Farsæl samskipti eru forsenda að velgengni vinnustaðar

Einn helsti streituvaldur í lífi fólks eru óhjálpleg samskipti og ágreiningur. Til að draga úr áhættu á slíkri streitu á vinnustað skiptir markviss fræðsla um samskipti og ólíka færni fólks lykilmáli. Stjórnendur þurfa að vera í stakk búnir til að taka á málum starfsfólks þegar kemur að samskiptaárekstrum og kunna heppilegar leiðir til að leysa ágreining, en einnig þekkja sína styrkleika og veikleika á því sviði.

Forvarnarfræðsla um farsæl samskipti skiptist í stjórnendahandleiðslu og fræðslu til starfsfólks.

Samskipti í sátt og samlyndi

Stjórnendur - handleiðsla

Farið verður yfir eftirfarandi þætti:

  • Grunnferlar samskipta – við erum ekki öll eins
  • Leiðir til að leysa ágreining og mörk
  • Áhrif hugarfars, tilfinninga og viðhorfa á samskipti
  • Ólíkir eiginleikar og samskiptastílar fólks
  • Geðrænn vandi, líkamlegir verkir og áföll
  • Styrkleikar stjórnenda og veikleikar
  • Góð samskipti og farsæll frami í stjórnun – hvað þarf til?

Starfsfólk - fræðsla

Auðnast leggur til að boðið sé upp á fræðsluerindi í þeim tilgangi að stuðla að útbreiðslu þekkingar á farsælum samskiptum á vinnustöðum. Slík þekking er undirstaða að sálfélagslegu öryggi starfsmanna og dregur úr streituvaldandi þáttum. Sendu okkur línu hér fyrir neðan óskir þú eftir frekari upplýsingum.

Bóka fund

Viltu bóka fund með okkur? Sendu okkur línu og við verðum í sambandi.

Takk fyrir fyrirspurnina. Við verðum í sambandi.
Ertu búin/n að fylla út alla reitina?