Auðnast hefur hannað starfslokastefnu og starfslokanámskeið í þeim tilgangi að stuðla að farsælum tímamótum
Að ljúka störfum á vinnumarkaði er mikil breyting. Rannsóknir hafa sýnt fram á að ef fólk fær tækifæri til að undirbúa starfslok sín af kostgæfni eru meiri líkur á því að tímamótin auki við ánægju og vellíðan komandi ára. Aðlögun og góður undirbúningur eru því grunnforsenda fyrir ánægjulegum starfslokum. Þegar hugað er að heilsu og vellíðan starfsmanna leggjum við hjá Auðnast til að þeir starfsmenn sem eru á seinni hluta starfsævinnar séu þar ekki undanskildir og að stefna um starfslok sé hluti af heildrænni starfsmanna- og mannauðsstefnu.
Til að þakka ánægjulegt samstarf er viðeigandi að fyrirtæki aðstoði fráfarandi starfsfólk við það að hefja nýtt æviskeið á jákvæðan hátt. Slík þjónusta getur auðveldað breytingarferli innan fyrirtækis, varðveitt þekkingu sem líkleg er til þess að hverfa úr húsi og loks haft jákvæð áhrif út í samfélagið. Auðnast hefur hannað starfslokanámskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir þar sem boðið er upp á fræðsluerindi fyrir fólk sem stefnir á að ljúka störfum. Stuðst er við líkanið „Heil heilsu“ – starfslok – þar sem mikilvægum viðfangsefnum er skipt niður eftir málaflokkum. Farið er yfir hvern málaflokk fyrir sig með fyrirlestrum, verkefnum og umræðum. Með því móti gefst þátttakendum tækifæri til að meta persónulega styrkleika og veikleika sína en jafnframt leggja drög að spennandi æviskeiði. Þátttakendur fá auk þess Vegvísi – verkefna- og fræðslumöppu.
Auðnast býður upp á tveggja klukkustunda námskeið fyrir forstöðumenn og stjórnendur í þeim tilgangi að fræða um mikilvæga þætti í starfslokasamtali en einnig til þess að setja upp verkferla að starfslokum á vinnustöðum. Staðreyndin er sú að ef stjórnandi býr yfir færni til að sinna starfslokaferli af kostgæfni verða síðustu mánuðir í starfi ábatasamari og starfslokin auðveldari fyrir starfsmanninn. Ennfremur eru kenndar aðferðir til að tryggja að þekking fráfarandi starfsmanns sé varðveitt á vinnustaðnum.
Fræðsla um tilgang og hlutverk stjórnenda á mikilvægum tímapunkti á starfsferli einstaklings.
Farið yfir þætti eins og:
Fyrsta starfslokanámskeið sem starfsmönnum stjórnarráðsins hefur verið boðið að sækja var haldið af Auðnast í maí sl. og verður það svo sannarlega ekki það síðasta. Þegar námskeiðið var auglýst meðal starfsmanna stjórnarráðsins voru margir áhugasamir en margir voru einnig mjög efins og fannst jafnvel að verið væri að „sjúkdómsvæða“ efri árin.
Á þetta fyrsta námskeið var þó full mæting, eða 20 manns. Í hópnum voru einstaklingar sem hlakkaði til og sáu fulla þörf fyrir svona námskeið en líka einstaklingar sem voru fullir efasemda og leist ekkert á að þurfa að sitja í tvo heila daga undir fyrirlestrum tengdum starfslokum og því að eldast. Skemmst er frá því að segja að Hrefna, Ragnhildur og þeirra fólk voru frábær. Þeim tókst á einstaklega faglegan og fallegan máta að koma efninu til skila og vöktu áhuga og umræður allra. Niðurstaðan varð sú að ALLIR þátttakendur voru himinlifandi með námskeiðið, líkt og einkunn þátttakenda eftir námskeiðið sýnir en meðaltal einkunnargjafar var 9,13. Eða eins og einn þátttakandinn komst að orði „Nauðsynlegt að sækja svona námskeið til að undirbúa starfslok. Myndi hvetja alla sem eru 60+ til að sækja svona námskeið“.
Síðastliðna tvo vetur hefur starfmönnum Garðabæjar, sem senn ljúka störfum sökum aldurs, verið boðið á námskeiðið Tímamót og tækifæri sem fyrirtækið Auðnast hefur haft veg og vanda af. Hrefna og Ragnhildur voru einstaklega þægilegar í allri samvinnu og var skipulag námskeiðsins til fyrirmyndar. Þær stöllur sýndu starfsmönnum einstaka nærgætni og hlýju en gleðin og hressleikinn var aldrei langt undan.
Allir fyrirlesarar námskeiðsins höfðu góða og djúpa þekkingu á efninu og áttu auðvelt með að miðla henni og svara þeim spurningum sem vöknuðu. Efni og námsgögn voru sett fram á skipulagðan og aðgengilegan hátt og efnistökin voru fjölbreytt.
93% starfsmanna sem sóttu námskeiðið sl. vetur sögðust betur undirbúin undir starfslokin eftir námskeiðið en fyrir og sögðu að efnið sem farið var yfir hafa verið gagnlegt og komi til með að nýtast þeim á breytingatímum í sínu lífi. Það tel ég vera allra bestu meðmælin með námskeiðinu.
Við hjá Reykjavíkurborg höfum fengið Auðnast til að halda starfslokanámskeið fyrir okkur. Öll umgjörð er til fyrirmyndar og vel að námskeiðunum staðið. Námsefnið er sett fram á skipulagðan og skýran hátt, hvatt til spurninga og umræðu og notast við fjölbreyttar kennsluaðferðir. Fyrirlestrar Auðnast eru mjög vandaðir en fyrirlesarar Auðnast hafa mikla reynslu, hver á sínu sviði.
Þátttakendum frá Reykjavíkurborg fannst námsefnið mjög gagnlegt og töluðu um að það hafi spannað mismunandi svið daglegs lífs og dýpkað þekkingu þeirra og færni á mismunandi málefnum. Samvinna við þær Hrefnu og Ragnhildi hefur verið gífurlega góð. Reykjavíkurborg finnst rosalega þarft að halda starfslokanámskeið fyrir fólk sem farið er að huga að starfslokum og undirbúa þriðja æviskeiðið. Við getum hiklaust mælt með þessum námskeiðum hjá þeim stöllum í Auðnast.
Viltu bóka fund með okkur? Sendu okkur línu og við verðum í sambandi.