Heildræn nálgun í átt að vellíðan

Fræðsluerindi

Það hafa allir svigrúm til þess að auka vellíðan bæði í einkalífi og starfi. Með fræðandi og skemmtilegum fyrirlestrum eða vinnstofum frá Auðnast gefst starfsfólki tækifæri til þess að dýpka þekkingu sína á mismunandi málefnum og á sama tíma fá svigrúm til að efla liðsandann og samheldni á vinnustað. Fyrirlestrar á vegum Auðnast eru stuttir, hnitmiðaðir og til þess fallnir að auka færni fólks á mismunandi sviðum daglegs lífs. Vinnustofur Auðnast eru lengri og byggja á samvinnu milli fyrirlesara og þátttakenda. Kenndar eru æfingar, verkefnamöppur afhentar eða tölvupóstur sendur samdægurs til starfsfólks með samantekt á viðfangsefni fyrirlestursins. Enn fremur fá allir þátttakendur tækifæri til að senda inn fyrirspurnir til starfsfólks Auðnast.

Hamingjusamt starfsfólk sinnir starfi sínu betur og eykur þar með virði stofnunar / fyrirtækis – NCWEW

Heil heilsa

60 mín.

Fjallað er um lykilþætti sem vert er að fylgjast með þegar kemur að þinni persónulegu heilsu og jafnframt hvað er best að gera þegar viðvörunarbjöllur fara að hljóma. Farið er yfir hvað telst til heildrænnar heilsu (líkamleg, félagsleg, andleg) og hvernig hægt er að hlúa að henni með einföldum aðferðum sem eru í senn bæði skemmtilegar og krefjandi.

PANTA FYRIRLESTUR

Hamingja hversdagsins

60 mín.

Hvað þarf ég til þess að láta mér líða betur, hvar er hamingjan í mínu lífi og hvað segja rannsóknir. Hnyttinn og fróðlegur fyrirlestur með stuttum æfingum sem stuðla að gleði og ánægju.

PANTA FYRIRLESTUR

Líðan mín í vinnu

Fyrirlestur 50 mín, vinnustofa 2 klst.

Að mörgu er að huga þegar kemur að persónulegri vellíðan á vinnustað. Markmið fyrirlestursins er að vekja fólk til umhugsunar um persónulega ábyrgð á vellíðan í starfi og vinnuumhverfi. Farið verður yfir mun á streitu og álagi í starfi og kenndar viðeigandi aðferðir til að bregðast við hvoru tveggja  Auk þess verða kenndar aðferðir til að meta eigin getu í starfi og hvernig hægt er að gera gott betra.

PANTA FYRIRLESTUR

Virkjum vinnumenningu

Fyrirlestur 60 mín., vinnustofa 2 klst.

Hvernig er hægt að efla vinnumenningu með örfáum breytingum og gera góðan vinnustað enn betri? Hvernig getur hver og einn lagt sitt af mörkum til að skapa jákvæða vinnumenningu sem skilar hamingjusamara fólki og meiri starfsgetu?

PANTA FYRIRLESTUR

Jákvæð samskipti

60 mín.

Er hægt að læra jákvæðari samskipti og þar með auka gæði félagslegra tengsla bæði í einkalífi og starfi? Í þessum fyrirlestri er einföld aðferðafræði kynnt til sögunnar sem gefur hverjum og einum tækifæri til að skoða sitt persónulega samskiptamynstur og læra árangursríkar aðferðir til að gera gott jafnvel enn betra.

PANTA FYRIRLESTUR

Vinnustofa: Starfslokanámskeið

Lengd fer eftir samkomulagi

Það að hverfa af vinnumarkaði og fara á eftirlaun er mikil breyting. Rannsóknir hafa sýnt fram á að ef fólk fær tækifæri til að undirbúa starfslok sín af kostgæfni eru meiri líkur á því að tímamótin auki við ánægju og vellíðan komandi ára. Aðlögun og góður undirbúningur eru því grunnforsenda að ánægjulegum starfslokum.

Til að hjálpa starfsfólki við að hefja nýtt æviskeið með jákvæða hugsun í garð vinnustaðarins og jafnframt til að þakka fyrir samstarf er ákjósanlegt að vinnustaðir setji sér viðmið um þjónustu varðandi starfslok starfsmanna. Slík þjónusta getur meðal annars haft jákvæð áhrif út í samfélagið sem og þá sem enn eru við störf. Auðnast býður upp á starfslokanámskeið sem felur í sér að bjóða upp á mismunandi fræðsluerindi fyrir fólk sem stefnir á að ljúka störfum á komandi árum.

PANTA fyrirlestur

Hressandi hreysti - Heilsuefling á vinnustað

60 mín.

Í samráði við vinnustað setja verkefnastjórar á vegum Auðnast upp markmið og inngrip varðandi líkamlega hreyfingu starfsfólks. Tilgangur verkefnis er að hvetja starfsmenn á jákvæðan hátt til þess að ná lýðheilsumarkmiðum um hreyfingu (30 mínútur á dag). Útfærsla er mismunandi hverju sinni en algengast er fræðsla í formi fyrirlestra og í framhaldi veggspjald með nöfnum starfsmanna og dagatali þar sem hver og einn getur skráð sína hreyfingu. Hressandi hreysti á vinnustað er skemmtileg hópeflis aðferð sem stuðlar að líkamlegri, andlegri og félagslegri vellíðan.

PANTA FYRIRLESTUR

Fjölskyldan mín

60 mín.

Hvað skilgreini ég sem fjölskyldu mína? Getum við látið okkur líða betur saman og séð til þess að hver og einn fjölskyldumeðlimur fái að njóta sín? Farið er yfir mismunandi fjölskyldumynstur sem eru ríkjandi í samfélaginu og hvernig umhverfið hlúir að þeim. Fjallað er um kynslóðaarfinn sem fylgir okkur og hvernig hann mótar samskiptamynstur án þess að við gerum okkur endilega grein fyrir því. Einföld ráð kennd til að gera fjölskyldulífið skemmtilegra og innihaldsríkara.

PANTA FYRIRLESTUR

Skyndihjálp – Fyrsta hjálp skiptir höfuðmáli

2 klst. / 3 klst.

Ef alvarleg veikindi eða slys eiga sér stað, getur fyrsta hjálp skilið á milli lífs og dauða. Rétt viðbrögð geta því fyrirbyggt og jafnvel komið í veg fyrir alvarlegar afleiðingar.

PANTA FYRIRLESTUR

Sálræn skyndihjálp

50 mín.

Ef alvarleg veikindi eða slys eiga sér stað, getur fyrsta hjálp skilið á milli lífs og dauða. Rétt viðbrögð geta því fyrirbyggt og jafnvel komið í veg fyrir alvarlegar afleiðingar.

PANTA FYRIRLESTUR

Erfið samtöl

50 mín.

Fjallað um flókin og krefjandi samskipti við viðskiptavini/þjónustuþega og leiðsagnareglur í heppilegum viðbrögðum kynntar.

PANTA FYRIRLESTUR

Svefn og svefnmynstur

60 mín.

Svefn er einn af helstu grunnstoðum heilsunnar. Farið er yfir hvað gerist í svefni, hverjar eru helstu ástæður svefnvanda og hvað skal gera ef svefninn fer úr skorðum. Fyrirtæki hafa gjarnan sett upp svefnátak að loknum fyrirlestri sem er með sama sniði og hressandi hreysti átak Auðnast.

PANTA FYRIRLESTUR

Áföll

50 mín.

Fjallað um viðbrögð við áföllum, hvort sem er í einkalífi eða starfi og farið yfir hagnýtar aðferðir til að takast á við krefjandi líðan. Einnig er fjallað um hvernig áfall á vinnustað hefur áhrif á alla starfsmenn og hvað hægt er að gera til að bæta líðan vinnustaðarins í heildi sinni.

PANTA FYRIRLESTUR

Markmiðasetning

60 mín.

Fjallað um einstaklingsbundna nálgun hvers og eins til þess að setja sér markmið. Helstu mistök við gerð markmiðasetningar reifuð ásamt því að kynna til sögunnar áhrifaríkar leiðir til þess að setja sér raunhæf markmið.

PANTA FYRIRLESTUR

Kynlíf í langtímasambandi

60 mín.

Fátt er fjarri lagi en sú hugmyndafræði að kynlíf í langtímasambandi spretti upp úr engum undirbúningi nema ólgandi kynlöngun og þrá. Í þessum fyrirlestri er farið yfir mikilvæga þætti sem vert er að hafa í huga og langlífar óraunhæfar mýtur um kynlíf afsannaðar. Fjallað er um mismunandi tegundir af kynlöngun og kynntar til sögunnar hugmyndir til að hrista upp í kynlífinu

PANTA FYRIRLESTUR

Sorgin og fjölskyldan

50 mín.

Fjallað er um hvernig mismunandi fjölskyldugerðir takast á við aðstæður þar sem sorgin er ríkjandi tilfinning. Ennfremur er fjallað um mismunandi sorgarúrvinnslu og aðferðir kynntar til sögunnar sem hafa reynst vel.

PANTA FYRIRLESTUR

Persónuleg og fagleg þróun

60 mín. / eða vinnustofa fyrir starfsfólk í fimm skipti

Fjallað um leiðir til að kortleggja eigin styrkleika og veikleika í bland við persónulega markmiðasetningu. Farið yfir áhrif hugsana og hegðunar á líðan og aðferðir kynntar til að breyta daglegum venjum til hins betra. Mottó fyrirlestursins er; Betri í dag en í gær.

PANTA FYRIRLESTUR

Áhrif streitu á heilsu og líðan

60 mín. eða 2 klst. vinnustofa með verkefnum

Streitukerfi líkamans er hentugt viðbragð við tímabundnu álagi, en ef viðvarandi streita er ríkjandi hefur það áhrif á bæði líkama og sál. Farið er niðurstöður rannsókna um áhrif viðvarandi streitu á líðan og persónulega ábyrgð hvers og eins til að þekkja eigin einkenni. Þar sem birtingamynd streitu er mismunandi hjá fólki er í þessum fyrirlestri farið vel yfir ólík einkenni streitu, bæði líkamleg og hugræn. Tilgangur þess er að starfsmaður fái tækifæri til að þekkja og kortleggja sín persónulegu streitueinkennni.

PANTA FYRIRLESTUR

Taktu stjórnina á streitunni

60 mín. eða 2 klst. vinnustofa með verkefnum

Ef streita er farin að umlykja allt litróf lífsins eru góð ráð dýr. Farið er yfir aðferðir til að halda streitu innan viðráðanlegra marka og kynnt bæði heppileg og óheppileg bjargráð til að takast á við streitutengd einkenni. Markmið fyrirlesturs er að starfsmaður læri að þekkja sína umhverfistengdu streituþætti, sem og innri streituvalda, og tileinki sér áhrifaríkar aðferðir til að draga úr áhrifum streitu áður en það verður of seint.

PANTA FYRIRLESTUR

Breytingastjórnun á vinnustað

60 mín.

Allir vinnustaðir ganga í gegnum breytingar en slíkt reynir bæði á starfsmann persónulega og liðsheildina. Mikilvægt er að vanda vel til verka og sjá til þess að starfsmenn fái tækifæri til að aðlagast breyttum aðstæðum. Fjallað er um breytingaferli og dæmigerð viðbrögð í slíkum aðstæðum. Einnig eru kynntar hjálplegar leiðsagnareglur sem starfshópur getur tileinkað sér og þannig stuðlað að jákvæðum áhrifum breytinga.

PANTA FYRIRLESTUR