Heildræn nálgun í átt að vellíðan

Heil heilsu - Heilsufarsmat 

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnun (WHO) er heilsa skilgreind sem:
  • Andleg heilsa
  • Líkamleg heilsa
  • Félagsleg heilsa
Til að viðhalda góðri heilsu er þar af leiðandi nauðsynlegt að sinna öllum þremur þáttunum af kostgæfni, meðal annars með reglubundnu eftirliti og forvörnum. Hafa skal í huga að á mismunandi aldursskeiðum eru ólíkar áherslur og því mikilvægt að fá endurgjöf frá heilbrigðismenntuðum starfsmanni með reglulegu millibili. Auðnast býður upp á heildrænt heilsufarsmat sem skimar fyrir lykilþáttum er varða góða heilsu en slík þjónusta við starfsfólk er grunnur að góðum vinnustað. Ef þú hefur áhuga á heildrænu heilsumati fyrir þitt starfsfólk skaltu lesa áfram.

„Heil heilsu“ er einstaklingsmiðuð þjónusta fyrir vinnustaði þar sem skimað er fyrir helstu áhættuþáttum heildrænnar heilsu. Starfsmanni gefst auk þess tækifæri til að fá svör við spurningum eða þiggja ráðgjöf sem er sniðin að þörfum hvers og eins. Kynnt eru möguleg úrræði og jákvæð inngrip til að bæta heilsu en einnig er boðið upp á lesefni og fróðleik um aðferðir í átt að heilsusamlegra líferni.

Heilsufars- og trúnaðarlæknaþjónusta

Boðið er upp á þverfaglega heilsufarsþjónustu sem sniðin er að þörfum fyrirtækis/stofnunar. Markmið þjónustunnar er að sinna hverju erindi með besta mögulega hætti og koma því í viðeigandi farveg.

Í heilsufarsteymi Auðnast starfa:

VIÐBRAGÐSTEYMI

Hlutverk viðbragðsteymis er tvíþætt; Annars vegar útkalls­þjónusta og hins vegar áfallahjálparvinna (viðrun, eftirfylgni og vísun í viðeigandi meðferð). Auðnast sinnir útkalli vegna áfalls á vinnustað innan 24 klst.

Áskrift að „heil heilsu“ felur í sér eftirfarandi þjónustu:

Fyrir starfsmanninn – heilsufarsmat

20/30 mínútur (getur verið liður íáhættumati fyrir stoðkerfi og andlega- og félagslega þætti).

Skimað er fyrir líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsu:

Niðurstöður úr heilsufarsmati eru kynntar stjórnendum og í framhaldi sett upp virk markmið í fræðslu, heilsu, vinnverndar og öryggismálum.

Fyllsta trúnaðar er gætt í samtölum við starfsfólk.

Fyrir stjórnendur

Fyrir vinnustaðinn

Hafðu samband fyrir nánari upplýsingar og við finnum út hvað hentar þínum vinnustað best.

Umsagnir frá ánægðum notendum þjónustunnar:

Síðastliðið haust fengum við Auðnast til að gera Heilsufarsmat hjá okkur í Þörungaverksmiðjunni hf. Það var gert með kynningu fyrir hópinn og persónulegum viðtölum við hvern starfsmann fyrir sig þar sem metin var líkamleg og andleg heilsa og farið yfir atriði sem sneru að líðan á vinnustaðnum.

Ég fékk munnlega skýrslu eftir viðtölin og síðan fengum við skýrslu í formi samantektar sem síðan var dreift til starfsmanna. Þær blóðprufur sem voru gerðar skiluðu sínu og í kjölfar ábendinga frá hjúkrunarfræðingi Auðnast fóru nokkrir starfsmenn í frekari rannsóknir sem í ljós kom að voru mikilvægar og hefðu ekki mátt bíða.

Viðtöl um hagi hvers og eins sem og og andlega líðan voru ekki síður mikilvæg. Þið hafið einstakt lag á að ná til fólks og fá það til að tjá sig og það var almennt mjög mikil ánægja. Allir starfsmenn eru á einu máli að fá ykkur aftur.

Samantektin sem við fengum í kjölfarið var gott plagg, full af hvatningum og tillögum til breytinga og bóta. Hún var því í senn bæði jákvæð og uppbyggjandi.

Sem stjórnandi fékk ég bæði nýja sýn á hópinn og samstarfið auk hvatningar og uppbyggjandi umræðu. Viðtölin höfðu mjög jákvæð áhrif á einstaklinga og hópinn. Við höfum samanburð við aðra sem bjóða upp á mat á heilsufari; Auðnast ber af og ég hlakka til að fá þau aftur í heimsókn í haust. Og svo aftur og aftur! Ég veit að aðrir starfsmenn gera það líka.
Finnur Árnason
Forstjóri Thorverk
Auðnast hefur séð um okkur undanfarin ár hvað varðar heilsufarsmat starfsmanna. Í viðtölum sínum við starfsmenn er tekið heildstætt á líðan hvers og eins, bæði líkamlegri og andlegri heilsu sinnt ásamt því að skoða samþættingu á vinnu og einkalífi Auðnast hefur einnig séð um fjölbreytta fræðslufundi varðandi heilsutengd mál.

Hjá okkur í Juris hefur úttekt á vinnuaðstöðu starfsmanna mælst mjög vel fyrir. Sjúkraþálfari á vegum Auðnast sá til þess að auka meðvitund starfsfólks varðandi  rétta líkamsbeitingu.

Við mælum svo sannarlega með því að skipta við þær stöllur hjá Auðnast þar sem mannlegi þátturinn ræður ríkjum.
Hanna Ólafsdóttir
Framkvæmdastjóri
Juris lögfræðistofa

Hlutverk samfélags er meðal annars að skapa aðstæður sem gerir einstaklingum kleift að lifa heilsusamlegu lífi.

Hvernig er heilsufarsmati á vegum Auðnast háttað?

Heilsufarsmat  Auðnast er einstaklingsþjónusta fyrir starfsmenn og felur í sér viðtal við hjúkrunarfræðing þar sem skimað er fyrir helstu áhættuþáttum heildrænnar heilsu. Starfsmanni gefst auk þess tækifæri til að þess að fá svör við spurningum og þiggja ráðgjöf sem er sérsniðin að þörfum hvers og eins. Kynnt eru möguleg úrræði og jákvæð inngrip til að bæta heilsu en einnig er boðið upp á lesefni og fróðleik um aðferðir í átt að betra líferni. Sjá ítarlegri útlistun hér að neðan.

Hálfstaðlað viðtal

Spurt er um andlega, líkamlega, félagslega og þætti
-Valkvæð viðbót: Viðhorf og líðan á vinnustað

Markmið viðtals

-Skima fyrir áhættuþáttum
-Vekja athygli á samspili andlegra, líkamlegra og félagslegra þátta í tengslum við góða heilsu
-Kynna til sögunnar möguleg úrræði og jákvæð inngrip í tengslum við bætta heilsu
-Bjóða upp á lesefni og aðferðir í átt að betra lífi.

1. Mat á líkamlegri heilsu

Markmiðið er að:

— Nýta fyrirbyggjandi og forvarnarmiðaðar aðferðir 
— Skoða persónulega heilsufarssögu með tilliti til áhættuþátta
— Skima fyrir einkennalausum þáttum líkt og of háu kólestróli og blóðþrýstingi 
— Grípa inn í áður en líkamlegur heilsubrestur vindur uppá sig og veldur veikindum eða fjarvistum 
— Vekja fólk til umhugsunar um ábyrgð á eigin líkamlegri heilsu og efla jákvætt viðhorf til heilsusamlegs lífernis

2. Mat á andlegri og félagslegri heilsu

Markmiðið er að:

— Skima fyrir andlegri vanheilsu, bæði með samtali og sálfræðilegum prófum
— Skoða ytra álag og mögulega áhættuþætti sem geta hamlað andlegri og félagslegri vellíðan 
— Vekja fólk til umhugsunar og ábyrgðar um andlega og félagslega heilsu 
— Efla persónulega geðræktarvinnu sem sniðin er að þörfum hvers og eins
— Hjálpa starfsmanni í að öðlast færni til þess að meta eigin hamingju og styrkleika 
— Grípa inn í áður en andlegur heilsubrestur vindur upp á sig og veldur veikindum/fjarvistum

3. Viðhorf og líðan á vinnustað - Valkvæð viðbót sem lengir viðtal um 20 mínútur

Markmiðið er að:

— Kanna ríkjandi viðhorf til vinnustaðar
— Vekja fólk til umhugsunar um persónulega líðan og áhrif þess inn á vinnustað 
— Kanna ábyrgð, samkennd og samstöðu í starfsmannahóp, með það að markmiði að fólk læri að meta og þekkja sína aðkomu í hópamenningu 
— Skoða hvernig samskiptum starfsmanna og stjórnenda er háttað, og hvaða aðferðir hafa gagnast vel í starfi

Valkvæð viðbót

Skimun á lið 3, lengir viðtal um rúmar 15 mínútur.