Ragnhildur Bjarkadóttir
Sálfræðingur
26/9/2016
·
2
mínútna lestur
Heilræði

Á hverju hefur þú stjórn?

Að taka meðvitaða og upplýsta ákvörðun um þá hluti sem þú hefur stjórn á krefst þess að þú gefir þér tíma. 

Í þessari viku skaltu fara yfir listann hér að neðan og kanna hvort það séu einhver atriði sem þú vilt ná betri stjórn á.

Þú getur stjórnað:

1. Þinum skoðunum

2. Þínum viðhorfum

3. Hvernig þú kemur fram við aðra

4. Hverjir eru vinir þínir

5. Þínu sjónarhorni á lífið

6. Hversu oft þú hreyfir þig

7. Hvaða bækur þú lest

8. Hversu oft þú þakkar fyrir þig

9. Hversu oft þú biður um hjálp

10. Hvernig þú kýst að túlka aðstæður

11. Hvort þú myndir þér skoðun á náunganum eða ekki

12. Hversu oft þú brosir til annarra

13. Hversu miklum tíma þú eyðir í að skoða samfélagsmiðla

14. Hvaða mat þú ákveður að borða

15. Hversu góður og umburðarlyndur þú ert við sjálfan þig

16. Hversu góður og umburðarlyndur þú ert við aðra

17. Hversu löngum tíma þú eyðir í að hafa áhyggjur af því sem þú getur ekki breytt

18. Hversu oft þú segir þínum nánustu að þeir skipti þig máli

19. Hvort þú haldir áfram þótt móti blási

20. Hvernig þú tileinkar þér þakklæti í daglegu lífi

Það er öllum hollt að staldra við og kanna hvort litlu athafnir daglegs lífs séu á sjálfstýringu, eða eins og margir myndu orða það:

 ,,ég geri þetta af því ég hef ALLTAF gert það svona"

En getur verið að þú sért fastur í viðjum vanans sem veldur því að margir hlutir sem þú gætir sannarlega haft stjórn á, festast í regluverki hversdagsins. Ef vaninn fær að skjóta rótum til lengri tíma þá verður hversdagurinn oft og tíðum tilbreytingalaus og óspennandi. Með því að endurskoða þá hluti sem hægt er að hafa stjórn á, stuðlar þú að fjölbreyttara lífi og betri líðan.

Ég hvet þig til að velja eitt atriði á listanum sem þú myndir vilja breyta eða bæta og byrjaðu í dag. Veldu síðan annað atriði í næstu viku og þannig koll af kolli. 

Þannig viðheldur þú sjálfsrækt og stuðlar að innihaldsríkara lífi.

Gangi þér vel.

Ragnhildur Bjarkadóttir
Sálfræðingur
Fleiri pistlar