Erla Björnsdóttir
Sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum
29/8/2017
·
3
mínútna lestur
Heilsan

Leiðbeiningar að góðum svefnvenjum

Góðar svefnvenjur - Leiðbeiningar

 

1.Ekki sofa meira en þú telur þig þurfa til þess að vera orkumikil(l) daginn eftir.

Það að sofa of mikið eða eyða of miklum tíma í rúminu verður oft til þess að svefninn er grynnri og því verðum við þreyttari fyrir vikið. 

2. Reyndu að hafa reglu á svefninum

Farðu alltaf á sama tíma á fætur, jafnvel þó þú hafir sofnað seint eða sofið lítið nóttina áður. 

3. Stundaðu reglubundna hreyfingu

Reglubundin hreyfing eykur svefngæði. Forðast skal þó mikla hreyfingu minna en þrem tímum fyrir háttatíma. 

4. Hafðu hitastig í svefnherberginu sem þægilegast.

Of heitt eða of kalt andrúmsloft getur truflað svefninn.

5. Borðaðu reglulega og ekki fara svangur/svöng að sofa.

Hungur getur truflað svefninn. Létt snarl á kvöldin getur verið skynsamlegt en forðast skal þungar máltíðir rétt fyrir svefninn. 

6. Forðastu að drekka mikinn vökva á kvöldin

Tíðar salernisferðir á nóttunni trufla svefngæði. 

7. Neyttu koffíns í hófi

Ekki drekka kaffi eftir klukkan 14:00 á daginn og forðastu einnig aðra koffeinneyslu, t.d gosdrykki og súkkulaði. 

8. Dragðu úr áfengsneyslu

Áfengisneysla á kvöldin veldur grynnri svefni og auknum líkum á að vakna endurtekið yfir nóttina. 

9. Reykingar trufla svefn. 

Nikótín er örvandi og dregur úr svefngæðum. 

10. Ekki taka áhyggjurnar með þér í rúmið

Reyndu að finna þér tíma yfir daginn eða á kvöldin til þess að fara yfir verkefni næsta dags og hugsa um það sem gæti valdið þér streitu á svefntíma. 

11. Notaðu rúmið eingöngu fyrir svefn og kynlíf

Þetta hjálpar líkamanum og heilanum að læra tengingu milli rúms og svefns. Forðastu að lesa, horfa á sjónvarp eða borða í rúminu. 

12. Ekki reyna að sofna

Ekki liggja í  rúminu tímunum saman og reyna að sofna. Það gerir vandamálið einungis verra. Farðu frekar framúr og gerðu eitthvað annað, t.d. lesa. Farðu svo aftur í rúmið þegar þig syfjar á ný. 

13. Feldu klukkuna

Það að fylgjast með klukkunni þegar verið er að reyna að sofna getur valdið pirringi, kvíða og gremju sem hefur neikvæð áhrif á svefninn.     

14. Forðastu að blunda yfir daginn

Þó það geti verið freistandi að halla sér í smá stund á daginn eftir erfiða nótt þá er það alls ekki ráðlagt. Slíkt eykur aðeins vandamálið. 

Erla Björnsdóttir
Sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum
Fleiri pistlar