Starfsfólk Auðnast

Hrefna Hugosdóttir
Hjúkrunarfræðingur - Sérfræðingur í vinnuvernd

Hrefna er hjúkrunarfræðingur og með framhaldsmenntun í fjölskyldumeðferð. Hrefna hefur starfað við fjölskylduvinnu hjá Auðnast og á Líknardeild LSH og sérhæft sig í sorgarúrvinnslu í mismunandi fjölskyldugerðum. Hrefna sinnir auk þess handleiðslu og ráðgjöf til stjórnenda og starfsmanna fyrirtækja en þar leggur hún áherslu á hagnýtar samskiptaaðferðir, streitutengda þætti og heilbrigði. Hrefna er ríkur talsmaður þess að huga þurfi að öllum þáttum heilsunnar til að ná jafnvægi í einkalífi og starfi.

Ragnhildur Bjarkadóttir
Sálfræðingur - sérfræðingur í vinnuvernd

Ragnhildur er klínískur sálfræðingur með framhaldsmenntun í fjölskyldumeðferð og MA í alþjóðasamskiptum. Ragnhildur sinnir handleiðslu og fræðslu til stjórnenda og starfsfólks í atvinnulífinu. Samhliða því sinnir hún almennum meðferðarstörfum og hefur sérhæft sig m.a. í vinnu með íþróttafólki. Ragnhildur hefur kennt margvísleg námskeið tengt sálfræði, fjölskyldumeðferð og samningatækni við Háskóla Íslands og Endurmenntun HÍ. Heilbrigt líferni og heildræn nálgun á heilsueflingu er hennar ástríða bæði í leik og starfi.

Ingi Sturluson
Tækni og nýsköpun

Ingi er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og sinnir nýsköpun og þróun tæknilausna hjá Auðnast.

Soffía Giang Magnadóttir
Fjármálastjóri

Soffía er fjármálastjóri Auðnast. Hún er með meistaragráðu í hagfræði og stefnumótun fyrirtækja úr Imperial College London og hefur lokið löggildingu í verðbréfamiðlun. Soffía býr yfir fyrri reynslu úr fjármálageiranum, síðast starfaði hún sem verkefnastjóri innan fjármálaráðgjafar Deloitte, þar áður hjá Stefni og Arion banka.

Íris Helga Gígju Baldursdóttir
Markþjálfi / stjórnendahandleiðsla- sérfræðingur í vinnuvernd

Íris er markþjálfi með mastersgráðu í stjórnunarfræðum og kennaramenntun. Hún hefur lengi unnið sem skólastjóri með mannauð. Hún hefur mikla reynslu af samskiptamálum og mannauðsmálum og að aðstoða fólk við að taka ábyrgð á eigin heilsu, líðan og hamingju. Íris sinnir mannauðsmálum innan Auðnast, situr í EKKO fagráði og áhættumatsteymi Auðnast og er með sérfræðingsréttindi frá Vinnueftirlitinu. Íris hefur brennandi áhuga á útivist og jafnrétti í breiðum skiliningi.

Guðbjörg Hulda Einarsdóttir
Hjúkrunarfræðingur - sérfræðingur í vinnuvernd

Guðbjörg er hjúkrunarfræðingur og með framhaldsmenntun í sálgæslu og djáknafræðum. Hún hefur unnið á krabbameinsdeild LSH og sem teymisstjóri í heimahjúkrun heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hjá Auðnast sinnir Guðbjörg stuðningi við skjólstæðinga þar sem hennar sérsvið liggur í lífskreppum og sorgarúrvinnslu. Þá er hún með sérfræðingsréttindi frá vinnueftirlitinu og sinnir ýmiskonar störfum á sviði öryggis og heilbrigðis á vinnustöðum m.a. fræðslu, heilsufarsviðtölum og situr í vinnuverndarteymi Auðnast.

Andri Oddsson
Sálfræðingur - sérfræðingur í vinnuvernd

Andri er fagstjóri Auðnast klíník og situr í EKKO fagráði Auðnast. Hann er með meistaragráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík en einnig lærði hann félags- og heilsusálfræði við Háskólann í Maastricht í Hollandi. Frá útskrift 2017 hefur Andri starfað sem sálfræðingur hjá Fjölbrautaskólanum við Ármúla og Fangelsismálastofnun Ríkisins þar sem hann sinnti bæði klínískri meðferð sem og áhættumatsgerð. Andri hefur góða þekkingu á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar við meðferð á kvíða, lágu sjálfsmati og þunglyndi. Andri veitir einnig handleiðslu og fræðslu til stjórnenda og starfsólks í atvinnulífinu. Andri sem er lærður ÍAK einkaþjálfari hefur mikinn áhuga á samspili líkamlegrar og andlegrar heilsu.

Svandís Friðleifsdóttir
Verkefnastjóri þjónustu og sölu

Svandís (Dísa) er viðskiptafræðingur og starfar sem verkefnastjóri í þjónustu og sölu hjá Auðnast. Hún hefur reynslu af fjölbreyttum störfum sem tengjast þjónustu, nýsköpun og markaðsmálum. Dísa er einstaklega áhugasöm um góð samskipti og leggur áherslu á að skapa sterka tengingu við viðskiptavini og samstarfsfólk.

Hildigunnur Magnúsdóttir
Hjúkrunarfræðingur

Hildigunnur útskrifaðist frá Háskóla Íslands með B.S. í hjúkrunarfræði árið 2016. Strax að útskrift lokinni hóf hún störf á A5 dagdeild skurðlækninga á LSH við hjúkrun aðgerðasjúklinga, bæði fullorðinna og barna. Hún hefur brennandi áhuga á öllu sem við kemur lýðheilsu. Hjá Auðnast starfar Hildigunnur við heilsufarsviðtöl, bólusetningar og ýmis tilfallandi verkefni.

Carmen Maja Valencia
SÁLFRÆÐINGUR - sérfræðingur í vinnuvernd

Carmen er sálfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík ásamt því að vera með framhaldsmenntun í Uppeldis- og menntunarfræðum. Áður en hún fór í nám í sálfræði starfaði hún sem flugfreyja í rúmlega sex ár. Einnig hefur hún starfað sem sjálfboðarliði í Konukoti sem er neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur.  Carmen hefur ómældan áhuga á svefni og þykir fátt skemmtilegra en fræða fólk um mikilvægi hans. Að auki situr Carmen í EKKO fagráði Auðnast og sinnir stjórnendahandleiðslu.

Svala Rakel Hjaltadóttir
Hjúkrunarfræðingur

Svala Rakel er hjúkrunarfræðingur að mennt og hefur lokið viðbótardiplóma á meistarastigi í bráðahjúkrun. Hún er í stjórn Fagdeildar bráðahjúkrunarfræðinga og er komin vel á veg með að öðlast leiðbeinendaréttindi í sérhæfðri endurlífgun fullorðinna (ALS) á vegum Evrópska endurlífgunarráðsins (ERC). Hjá Auðnast sinnir hún meðal annars heilsufarsviðtölum og ýmsum öðrum verkefnum. Svala hefur mikinn áhuga á forvörnum og heildrænni nálgun heilsu. Samhliða vinnu hjá Auðnast starfar hún á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi.

Margrét Ingólfsdóttir
Hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í vinnuvernd

Margrét er hjúkrunarfræðingur og með framhaldsmenntun í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur m.a. unnið á Barna og unglingageðdeild og í Heimahjúkrun Reykjavíkur. Hún starfaði áður sem sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu og er með sérfræðingsréttindi í Vinnuvernd þaðan. Hjá Auðnast sinnir Margrét m.a. ráðgjöf og stuðningi við starfsfólk og stjórnendur með áherslu á fjarvistir og vinnuvernd. Einnig sinnir hún fræðslu og situr í vinnuverndarteymi Auðnast. Margrét hefur mikinn áhuga á heilbrigðri vinnustaðamenningu og tengslum líkamlegrar og andlegrar heilsu.

Helena Katrín Hjaltadóttir
Fjölskyldufræðingur

Helena er fjölskyldufræðingur með B.Ed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands auk meistaragráðu í stjórnun. Hún hefur mikla reynslu af vinnu með börnum og fjölskyldum úr skólakerfinu og hefur lengi starfað sem stjórnandi á þeim vettvangi. Hjá Auðnast sinnir Helena fjölskyldumeðferð og stjórnendaráðgöf ásamt því að sitja í vinnuverndarteymi.

Katrín Þrastardóttir
Fjölskyldufræðingur

Katrín er fjölskyldufræðingur að mennt og hefur einnig lokið B.Sc. í sálfræði. Hún hefur starfað um árabil við fjölskyldumeðferð með áherslu á tilfinningastjórnun og hefur einnig yfirgripsmikla reynslu af námskeiðahaldi og hópmeðferð. Áhugasvið hennar snýr að streitu- og reiðistjórnun, samskiptum og parasambandinu. Katrín var áður teymisstjóri ART-teymisins á Suðurlandi og formaður félagsins Samvera sem hélt úti geðfræðslu fyrir verðandi og nýbakaða foreldra. Hún hefur brennandi áhuga á fólki, núvitund og heilsueflingu.

Arnór Þorri Sigurðsson
Sálfræðingur

Arnór útskrifaðist sem klínískur sálfræðingur frá Háskóla Íslands vorið 2024. Hann starfaði áður sem stuðningsfulltrúi á geðdeild Landspítalans. Þar leiðbeindi hann og veitti einstaklingum víðtækan stuðning, ásamt því að framfylgja meðferðarsamningum og meðferðaráætlunum. Hann hefur að auki unnið sem sérkennari á leikskólum við atferlismótun með börnum með sérþarfir. Arnór var einnig í starfsþjálfun á Barnaspítala Hringsins og sinnti viðtölum í sálfræðiráðgjöfinni í Háskóla Íslands.

Elvar Friðriksson
Sálfræðingur

Elvar er klínískur sálfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík . Hjá Auðnast sinnir Elvar fræðslu, stjórnendahandleiðslu (samskipti, krísustjórn, ákvarðanir, EKKO, streita o.fl.) og almennri sálfræðiþjónustu. Elvar starfaði áður sem sálfræðingur á Landspítalanum, fyrst í Áfallateymi LSH og síðar í þunglyndis- og kvíðateymi LSH. Elvar hefur einnig starfað með börnum og unglingum með fjölþættan vanda. Í dag sinnir Elvar samhliða starfi hjá Auðnast, ungmennum með áhættuhegðun/óviðeigandi kynhegðun sem og sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanema. Elvar hefur auk þess reynslu af atvinnumennsku í handbolta í Danmörku og Svíþjóð.

Hjördís Unnur Másdóttir
Sálfræðingur

Hjördís er klínískur sálfræðingur að mennt og situr auk þess  í EKKO fagráði Auðnast. Hún starfaði áður sem sálfræðingur á geðsviði Landspítalans við geðgreiningar og að meðferða kvíða og þunglyndi. Hún hefur að auki unnið sem stuðningsfulltrúi með börnum með sérþarfir.   Hjördís hefur óbilandi trú á mannkyninu og batnandi heimi, að allir eigi sér málsvara og hafi jöfn tækifæri.

Harpa Oddbjörnsdóttir
SÁLFRÆÐINGUR

Harpa er sálfræðingur sem hefur lagt áherslu á vinnu með afleiðingar áfalla og meðferð við áfallastreituröskun, þunglyndi, kvíða og lágu sjálfsmati. Harpa er viðurkenndur EMDR (Eye Movement Desensitization and Reprocessing), CPT (hugræn úrvinnslumeðferð) og TF-CBT (áfallamiðuð hugræn atferlismeðferð) meðferðaraðili en allar þessar meðferðir eru hannaðar með því markmiði að draga úr einkennum áfallastreituröskunar og tengdra vandamála.

Eva Bryndís Pálsdóttir
SÁLFRÆÐINGUR / FJÖLSKYLDUFRÆÐINGUR

Eva Bryndís er sálfræðingur og með framhaldsmenntun í fjölskyldumeðferð. Eva Bryndís hefur starfað við fjölskyldu- og paravinnu frá árinu 2016 fyrir einstaklinga, barnavernd og skólaskrifstofur. Einnig hefur Eva Bryndís starfað með brotaþolum kynferðisofbeldis og aðstandendum þeirra frá árinu 2017.

Karen Linda Eiríksdóttir
Fjölskyldufræðingur

Karen er fjölskyldufræðingur með grunnám í Félagssálfræði og MS í fjölskyldumeðferð frá Nova Southeastern University í Flórída Bandaríkjunum. Hún hefur bæði kennt og starfað við fjölskyldumeðferð vestanhafs í 20 ár auk þess að handleiða nema þarlendis. Eftir mastersnámið var hún þjálfuð í lausnarmiðaðri meðferð af Insoo Kim Berg sem er móðir þeirrar meðferðar. Hún starfaði um bil á meðferðarstofnun fyrir átraskanir, en þar sá hún um hópa fyrir aðstandendur. Því næst verkefnastýrði hún lausnamiðaðri fjölskyldumeðferð í Palm Beach sveitafélaginu í samvinnu við lögreglu og barnavernd þarlends og byggði upp þjónustu fyrir fjölskyldur sem voru að glíma við áföll og kynferðisbrot. Síðar vann hún sjálfstætt sem verktaki og á stofu með öðrum þar sem hún einbeitti sér að paravinnu. Eftir að hún flutti til Íslands 2016 þá hefur hún unnið með brotaþolum kynferðisofbeldis og aðstandendum þeirra, en vinnur einnig með fjölskyldum sem glíma við áföll og við almenna hjónabandsráðgjöf.

Þorri Snæbjörnsson
Sálfræðingur

Þorri er klínískur sálfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Frá útskrift 2016 hefur Þorri starfað sem sálfræðingur hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands og Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Þorri heldur utan um sálfræðiþjónustu félagana ásamt því að hafa umsjón með stuðningsneti fyrir einstaklinga með krabbamein og aðstandendur. Þorri vann áður sem stuðningsfulltrúi á meðferðarheimili fyrir ungt fólk með fíkni- og hegðunarvanda, á Laugarásnum - meðferðargeðdeild fyrir ungt fólk með geðrofssjúkdóm á byrjunarstigi og á bráðageðdeild 32c á Landspítalanum.

Guðni Arinbjarnar
Læknir

Guðni er læknir og sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum, viðurkenndur sjómannalæknir og með CIME viðurkenningu (Certified Independent Medical Examiner). Guðni lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands og fékk síðan sérfræðileyfi í Danmörku 1996. Eftir sérfræðinám starfaði Guðni fyrst í Noregi og síðan á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Frá árinu 2006 hefur hann verið sjálfstætt starfandi sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum. Guðni er sjálfstætt (óháður) starfandi matsmaður varanlegs miska og örorku.

Magnús Þór
Fyrirlesari

Magnús Þór er listamaður sem hefur verið ötull við að semja lög og texta undanfarna áratugi. Leyfum við okkur að segja að hann sé goðsögn í íslensku tónlistarlífi, Magnús er fyrirlesari á starfslokanámskeiðum Auðnast. Hlutverk hans er að tengja Auðnast fræðin við hugrenningar listamanns í gegn um samtal og tóna.

Sverrir Árnason
Fræðsla í skyndihjálp

Sverrir Árnason er Slökkviliðs- og Neyðarflutningamaður. Hann er fyrrum Öryggis- og Gæðastóri í ferðaþjónustu. Hann er með leiðbeinendaréttindi frá WMA og Landsbjörgu. Sverrir hefur sinnt kennslu fyrir Landsbjörgu, Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins og Into the Glacier. Hann sér um fræðslu í skyndihjálp fyrir Auðnast.

Maren Sól Benediktsdóttir
Hjúkrunarfræðingur

Maren er hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands. Hún hóf störf hjá Auðnast haustið 2021 og sinnir þar m.a. heilsufarsviðtölum. Að auki starfar Maren við heimahjúkrun hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í starfi brennur Maren fyrir bættu heilbrigði og betri líðan fólks.

Anna Rakel Aðalsteinsdóttir
Fjölskyldufræðingur

Anna Rakel er fjölskyldufræðingur með framhaldsmenntun í heilbrigðisfræði með áherslu á sálræn áföll og ofbeldi. Anna Rakel hefur sinnt fjölskyldu- og paravinnu um árabil og hefur mikla reynslu af vinnu þar sem um samskipta- og tilfinningavanda er að ræða, vinnu með brotaþolum kynferðisofbeldis og vinnu með unglingum og fjölskyldum þeirra. Einnig hefur hún aðstoðað foreldra í umgengnismálum.

Erna María Sveinsdóttir
Fjölskyldufræðingur

Erna María er fjölskyldufræðingur að mennt og stundar framhaldsnám í sálrænum áföllum og ofbeldi.  Heildræn nálgun, samskiptaaðferðir og ástarsambandið í kringum barneignarferlið er hennar helsta áhugasvið. Erna María starfar sem fjölskyldufræðingur í Bandaríkjunum og býður því eingöngu upp á fjarviðtöl.

Sunna Borg Dalberg
Læknir

Sunna lauk embættisprófi í læknisfræði við Háskóla Íslands árið 2018. Eftir útskrift hóf hún störf sem læknir á Háls-, nef- og eyrnalækningadeild Landspítala og fór í kjölfarið í sérnám í heimilislækningum. Í dag stundar Sunna mastersnámi í lýðheilsuvísindum samhliða vinnu sinni sem læknir hjá Auðnast, Landspítala og heilsugæslu.

Karen Lind Gunnarsdóttir
Sálfræðingur

Karen er klínískur sálfræðingur frá Háskóla Íslands og er auk þess lærður ÍAK einkaþjálfari. Hún hefur mikla reynslu af því að vinna með börnum og fjölskyldum þeirra en hefur einnig vetit handleiðslu til starfsfólks og stjórnenda, sér í lagi í skólakefinu. Karen annast meðferð fyrir börn og fullorðna hjá Auðnast.

María Dalberg
Jógakennari, leikkona og nemi

María er með BA gráðu í leiklist frá Central Saint Martins College London. Hún er lærður jóga- og hugleiðslukennari og hefur lært bæði hér heima og í London og New York. Hún hefur kennt jóga og hugleiðslu síðastlitðin tíu ár og brennur fyrir öllu sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Þessa stundina er María í Mastersnámi í Lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands ásamt því að kenna jóga og hugleiðslu hjá Auðnast og Yoga Shala Reykjavík.

Gunnar Þór Gunnarsson
Félagsráðgjafi MA og fjölskyldufræðingur

Gunnar er með meistarapróf til starfsréttinda í félagsráðgjöf og með framhaldsmenntun í fjölskyldumeðferð. Gunnar sinnir parameðferð og fjölskyldumeðferð en einnig sinnir hann einstaklingsmeðferð, til dæmis við kvíða, lágu sjálfsmati eða streitu. Samhliða meðferðarstarfi sínu hjá Auðnast starfar Gunnar í geðheilsuteymi HSU. Gunnar hefur reynslu af því að halda hin ýmsu námskeið og starfa með hópum.