Starfsfólk

Hér að neðan má sjá yfirlit yfir starfsfólk Auðnast

Hrefna Hugosdóttir
Hjúkrunarfræðingur

Hrefna er hjúkrunarfræðingur og með framhaldsmenntun í fjölskyldumeðferð. Hrefna hefur starfað við fjölskylduvinnu hjá Auðnast og á Líknardeild LSH og sérhæft sig í sorgarúrvinnslu í mismunandi fjölskyldugerðum. Hrefna sinnir auk þess handleiðslu og ráðgjöf til stjórnenda og starfsmanna fyrirtækja en þar leggur hún áherslu á hagnýtar samskiptaaðferðir, streitutengda þætti og heilbrigði. Hrefna er ríkur talsmaður þess að huga þurfi að öllum þáttum heilsunnar til að ná jafnvægi í einkalífi og starfi.

Ragnhildur Bjarkadóttir
Sálfræðingur

Ragnhildur er sálfræðingur með framhaldsmenntun í fjölskyldumeðferð og MA í alþjóðasamskiptum. Ragnhildur hefur starfað við fjölskyldu- og parameðferð frá árinu 2011en hefur síðastliðin ár sinnt handleiðslu og fræðslu til stjórnenda í atvinnulífinu. Samhliða því hefur hún kennt við Háskóla Íslands og Endurmenntun HÍ. Heilbrigt líferni og heildræn nálgun á heilsueflingu er hennar ástríða bæði í leik og starfi.

Arnar Sveinn
Verkefnastjóri

Arnar Sveinn er markaðsfræðingur að mennt og spilar fótbolta með Fylki. Arnar Sveinn lauk BS gráðu í markaðsfræði frá Bandaríkjunum vorið 2016 og hefur síðan þá starfað samhliða fótboltanum hjá Planet Payment áður en hann hóf störf hjá Auðnast. Hann hefur óbilandi áhuga á markmiðavinnu og hvernig fólk getur nýtt styrkleika sína til þess að setja sér raunhæf og mælanleg markmið. Arnar Sveinn hefur einnig áhuga á sorg, sorgarúrvinnslu og jafningjastuðningi í þeim efnum, en hann missti sjálfur móður sína ungur að aldri.

Hjördís Unnur Másdóttir
Sálfræðingur

Hjördís hefur yfirumsjón með sálfræðiþjónustu Auðnast og situr í EKKO fagráði. Hún starfaði áður sem sálfræðingur á geðsviði Landspítalans við geðgreiningar og að meðferða kvíða og þunglyndi. Hún hefur að auki unnið sem stuðningsfulltrúi með börnum með sérþarfir.  Áður en Hjördís fór í nám við sálfræði starfaði hún sem verkefnastjórn hjá kvikmyndafyrirtæki og þar áður sem dagskrárgerðarmaður á RUV.  Hjördís hefur óbilandi trú á mannkyninu og batnandi heimi, að allir eigi sér málsvara og hafi jöfn tækifæri.

Ingi Sturluson
Bókhald

Ingi sinnir fjármálum og almennri verkefnastjórn fyrir Auðnast.

Carmen Maja Valencia
SÁLFRÆÐINGUR

Carmen er sálfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík ásamt því að vera með framhaldsmenntun í Uppeldis- og menntunarfræðum. Áður en hún fór í nám í sálfræði starfaði hún sem flugfreyja í rúmlega sex ár. Einnig hefur hún starfað sem sjálfboðarliði í Konukoti sem er neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur. Carmen hefur verið í starfsnámi á Kvíðameðferðarstöðinni, Reykjarlundi og á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Carmen hefur ómældan áhuga á svefni og þykir fátt skemmtilegra en fræða fólk um mikilvægi hans. Að auki situr Carmen í EKKO fagráði Auðnast.

Elvar Friðriksson
Sálfræðingur

Elvar er klínískur sálfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík . Eftir útskrift 2016 starfaði hann sem sálfræðingur hjá Vinakoti ehf og Klettabæ ehf sem eru úrræði fyrir börn og unglinga með fjölþættan vanda. Elvar starfaði einnig sem sálfræðingur á Landspítalanum, fyrst í Áfallateymi LSH og í þunglyndis- og kvíðateymi LSH. Samhliða starfi á Landspítala hefur hann starfað á stofu og sinnt málum fyrir SÓK teymi á vegum Barnaverndarstofu og sálfræðþjónustu fyrir Flensborg. Elvar vann áður sem ráðgjafi með börnum og unglingum með fjölþættan vanda hjá Klettabæ og þar áður í atvinnumennsku í handbolta í Danmörku og Svíþjóð.

Hólmfríður Dögg Einarsdóttir
Sálfræðingur / fjölskyldufræðingur

Hólmfríður Dögg er með cand.psych. gráðu í sálfræði auk diplóma í fjölskyldumeðferð og Hugrænni atferlismeðferð frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Hún er einnig með þjálfun í EMDR meðferð. Hólmfríður Dögg vinnur með vanda tengd áföllum, streitu, kvíða, þunglyndi og sjálfsmynd. Einnig sinnir hún fjölskyldumeðferð við samskiptavanda. Hólmfríður rak sýna eigin sálfræði og fjölskyldumeðferðarstofu frá árunum 2011-2019. Einnig vann Hólmfríður á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis með börnum, unglingum og konum í mæðravernd frá árunum 2016-2019. Ásamt því að vinna hjá Auðnast vinnur Hólmfríður hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis með fullorðnum með geðvanda.

Heiða Brynja Heiðarsdóttir
SÁLFRÆÐINGUR

Heiða Brynja er sálfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík, með kennsluréttindi í grunn- og framhaldsskóla og markþjálfi. Hún starfar annars vegar sem sálfræðingur hjá Reykjavíkurborg í Teymi fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd og hins vegar sem fullorðins sálfræðingur við greiningar og meðferð við kvíða, þunglyndi og áföllum hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðis. Hún er einnig leiðbeinandi hjá Blátt áfram í stuðningshópum fyrir foreldra og aðstandendur barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Heiða var í starfsnámi á Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni og í Barnahúsi. Hún hefur unnið frá árinu 2008 með geðfötluðum sem deildarstjóri á búsetukjörnum, áfangaheimilum og síðast á búsetukjarna fyrir tvígreinda einstaklinga (geðröskun og fíknivanda) í virkri neyslu.

Sonja Bergmann
Hjúkrunarfræðingur / Nemi í fjölskyldumeðferð

Sonja Bergmann er hjúkrunarfræðingur og einkaþjálfari að mennt. Innan Auðnast sinnir Sonja heilsueflinu og áhættumatsgreiningu á vinnustöðum. Hún er sérfróð um áhrif streitu á líðan fólks á vinnustað og sinnir ráðgjöf í þeim efnum ásamt því að bera út boðskap heildrænnar heilsu til fyrirtækja sem eru í áskrift hjá Auðnast.  Sonja sinnir nemaviðtölum í fjölskyldu- og parameðferð.

Guðbjörg Hulda Einarsdóttir
Hjúkrunarfræðingur

Sigríður Lára Haraldsdóttir
Fjölskyldufræðingur

Sigga Lára er fjölskyldufræðingur og jógakennari en grunnur hennar er B.Ed og náms- og starfsráðgjöf, ásamt því sem hún hefur starfað sem PMTO meðferðaraðili. Sigga Lára hefur lengst af starfað með börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra, meðal annars á vegum Barnaverndar Reykjavíkur og hjá Erindi. Hjá Auðnast sinni Sigga Lára parameðferð og margvíslegum samskiptamálum, sérstaklega þeim sem tengjast samskiptavanda á vinnustað. Sigga Lára situr auk þess í EKKO fagráði Auðnast.

Ester Ingvarsdóttir
Sálfræðingur

Ester er sálfræðingur frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað á Þroska- og hegðunarstöð og í Foreldrahúsi, auk þess sem hún hefur rekið eigin stofu sem hefur aðsetur á nokkrum stöðum á landinu. Ester tekur að sér greiningu og meðferð barna- og unglinga, meðal annars vegna samskiptavanda, kvíða, depurðar, ADHD og byrjandi fíknivanda, auk þess að veita ráðleggingar til aðstandenda. Ester heldur einnig fyrirlestra og námskeið fyrir foreldra og fagfólk. Ester er sælkeri og rekur í hjáverkum kökubúðina Bake my day í Kaupmannahöfn ásamt dóttur sinni.

Helga Maren Hauksdóttir
Sálfræðingur

Harpa Oddbjörnsdóttir
SÁLFRÆÐINGUR

Harpa er sálfræðingur sem hefur lagt áherslu á vinnu með afleiðingar áfalla og meðferð við áfallastreituröskun, þunglyndi, kvíða og lágu sjálfsmati. Eftir útskrift í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík hefur hún unnið hjá Stígamótum og í áfallateymi Landspítalans, en í dag vinnur hún í Barnahúsi auk þess að vinna hjá Auðnast. Harpa er viðurkenndur EMDR (Eye Movement Desensitization and Reprocessing), CPT (hugræn úrvinnslumeðferð) og TF-CBT (áfallamiðuð hugræn atferlismeðferð) meðferðaraðili en allar þessar meðferðir eru hannaðar með því markmiði að draga úr einkennum áfallastreituröskunar og tengdra vandamála.

Eva Bryndís Pálsdóttir
SÁLFRÆÐINGUR / FJÖLSKYLDUFRÆÐINGUR

Eva Bryndís er sálfræðingur og með framhaldsmenntun í fjölskyldumeðferð. Eva Bryndís hefur starfað við fjölskyldu- og paravinnu frá árinu 2016 fyrir einstaklinga, barnavernd og skólaskrifstofur. Einnig hefur Eva Bryndís starfað með brotaþolum kynferðisofbeldis og aðstandendum þeirra frá árinu 2017.

Karen Linda Eiríksdóttir
Fjölskyldufræðingur

Guðbjörg Vignisdóttir
Læknir

Guðbjörg er sérfræðingur í heimilslækningum. Útskrifuð sem læknir frá Háskóla Íslands og lagði svo stund á sérnám í heimilslækningum fyrst á Íslandi og svo í Gautaborg í Svíþjóð.

Þorri Snæbjörnsson
Sálfræðingur

Þorri er klínískur sálfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Frá útskrift 2016 hefur Þorri starfað sem sálfræðingur hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands og Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Þorri heldur utan um sálfræðiþjónustu félagana ásamt því að hafa umsjón með stuðningsneti fyrir einstaklinga með krabbamein og aðstandendur. Þorri vann áður sem stuðningsfulltrúi á meðferðarheimili fyrir ungt fólk með fíkni- og hegðunarvanda, á Laugarásnum - meðferðargeðdeild fyrir ungt fólk með geðrofssjúkdóm á byrjunarstigi og á bráðageðdeild 32c á Landspítalanum.

Katrín Haraldsdóttir
HJÚKRUNARFRÆÐINGUR

Katrín útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands 2005 og vann með náminu sínu á hjúkrunarheimilinu Eir og svo á Hjartadeild Landspítalans. Eftir námið fluttist hún til Iowa og tók Ameríska hjúkrunarfræði prófið og vann við heimahjúkrun í nokkur ár þangað til hún flutti til Wisconsin og vann þar á vöknum og seinna á augndeild. Eftir 13 ár erlendis er Katrín komin aftur á heimaslóðir og hefur mikinn áhuga á að bæta heilsu fólks bæði andlega og líkamlega.

Guðni Arinbjarnar
Læknir

Guðni er læknir og sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum, viðurkenndur sjómannalæknir og með CIME viðurkenningu (Certified Independent Medical Examiner). Guðni lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands og fékk síðan sérfræðileyfi í Danmörku 1996. Eftir sérfræðinám starfaði Guðni fyrst í Noregi og síðan á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Frá árinu 2006 hefur hann verið sjálfstætt starfandi sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum. Guðni er sjálfstætt (óháður) starfandi matsmaður varanlegs miska og örorku.

Þóra Hugosdóttir
Sjúkraþjálfari

Þóra er sjúkraþjálfari (BS) að mennt og hefur starfað bæði á einkastofu og á LSH Krabbameins- og líknardeild. Þóra hefur auk þess unnið mikið með íþróttafólki og verið sjúkraþjálfari landsliða, meðal annars í blaki. Hún hefur sótt fjölmörg námskeið samhliða starfi og nýtir meðal annars áhugahvetjandi samtal í sínum meðferðum.

Telma Kjaran
Hjúkrunarfræðingur

Helga María Guðmundsdóttir
Hjúkrunarfræðingur

Björn Rúnar Lúðvíksson
LÆKNIR

Eftir læknanám við Háskóla Íslands fór Björn Rúnar til Bandaríkjanna í framhaldsnám í almennum lyflækningum við University of Wisconsin, Maryland og lauk sérfræðiprófi í almennum lyflækningum 1993. Það fór hann til framhaldsnáms í klínískri ónæmisfræði við National Institutes of Health í Bethesda, Maryland og lauk þaðan sérfræðiprófi í klínískir ónæmisfræði 1997. Eftir að hafa starfað sem sérfræðingur á NIH þá hóf hann störf sem dósent við læknadeild HÍ aldamóta árið 2000, og starfað sem prófessor við lækndeild HÍ frá 2007. Samhliða starfi sínu í læknadeild vinnur hann á ónæmisfræðideild Landspítalans. Björn Rúnar hefur haldið hundruði fyrirlestra innanlands og erlendis og skrifað á annað hundrað greina í blöð og vísindatímarit varðandi lýðheilsu, ónæmisfræði o.fl.

Friðlaugur Jónsson
Grafískur hönnuður

Frilli er grafískur hönnuður Auðnast ásamt því að starfa á auglýsingastofunni ENNEMM. Hann elskar að elda, hreyfa sig og leika við börnin sín.

Steinunn Þórðardóttir
Læknir

Steinunn er læknir og sérfræðingur í öldrunarlækningum og lyflækningum. Hún útskrifaðist frá Háskóla Íslands og stundaði síðan sérnám í lyflækningum og öldrunarlækningum, fyrst á Landspítalanum og síðan á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi.

Magnús Þór
Fyrirlesari

Magnús Þór er listamaður sem hefur verið ötull við að semja lög og texta undanfarna áratugi. Leyfum við okkur að segja að hann sé goðsögn í íslensku tónlistarlífi, Magnús er fyrirlesari á starfslokanámskeiðum Auðnast. Hlutverk hans er að tengja Auðnast fræðin við hugrenningar listamanns í gegn um samtal og tóna.