Fyrirtækið

Hressandi hreysti á vinnustað

 Í samráði við vinnustað setja verkefnastjórar á vegum Auðnast upp markmið og inngrip í tengslum við grunnþætti heildrænnar heilsu fyrir starfsfólk. Tilgangur verkefnis er að hvetja starfsmenn á jákvæðan hátt til þess að ná:

-Lýðheilsumarkmiðum um hreyfingu (30 mínútur á dag)
-Bæta gæði og lengd svefns.
-Borða heilsusamlegan og fjölbreyttan mat

Útfærsla er mismunandi hverju sinni en algengust er fræðsla í formi fyrirlestra og í framhaldi veggspjald með nöfnum starfsmanna og dagatali þar sem hver og einn getur skráð sína hreyfingu. Hressandi hreysti á vinnustað er skemmtileg hópeflisaðferð sem stuðlar að líkamlegri, andlegri og félagslegri vellíðan.

 

„Heilbrigð sál í hraustum líkama er það sem leggur grunn að góðu fyrirtæki“
– Auðnast

Viltu bóka Hressandi hreysti á þinn vinnustað? Sendu okkur línu og við verðum í sambandi.