Taktu stöðu á heilsunni með Auðnast

„Heil heilsu“ er einstaklingsmiðuð vinnustaða- og starfsmannaþjónusta þar sem skimað er fyrir helstu þáttum heildrænnar heilsu.

sjá nánar

FYRIRTÆKI

Hver á að stýra skútunni og hvað er mikilvægast?

Árangur og arðsemi fyrirtækja helst í hendur við heilsu og líðan starfsmanna. Mikilvægt er því að stjórnendur séu meðvitaðir um ábatann sem hlýst af því að sinna heilbrigði starfsmanna og stuðla að heilsueflandi viðhorfum. Til að koma til móts við áhuga fyrirtækja hefur Auðnast hannað heilsumiðaða starfsmannaþjónustu fyrir íslensk fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum.

EINSTAKLINGAR

Hvar er best að byrja? Hefjum skemmtilega vegferð með skoðunarferð um eigið sjálf, komum augu á styrkleika og nýtum þá í komandi viðfangsefnum

Fyrst af öllu þarf hver og einn að þekkja sjálfan sig og sína heildrænu heilsu. Að svo búnu er gott að taka stöðuna með sínu nánasta fólki, fara jafnvel í ársfjórðungsuppgjör á parsambandinu og læra að setja jákvæð og uppbyggileg markmið bæði persónulega en líka með öðrum í fjölskyldunni ef við á.

Að síðustu er gott að kanna viðhorf og líðan í starfi, endurskilgreina og kortleggja þau hlutverk sem þarf að sinna og setja sér ný markmið fyrir komandi tímabil.

„Öll ferðalög hefjast á einu skrefi“

Viltu bóka fund með okkur. Sendu okkur línu og við verðum í sambandi.