Stjórnendahandleiðsla

Hvað er stjórnendahandleiðsla?

Markmið með stjórnendahandleiðslu/ markþjálfun er að efla faglegan og persónulegan vöxt. Tilgangur samtala er að efla vitund og ábyrgð, leita lausna við aðkallandi vanda eða verkefnum og stuðla að sjálfbærni í að ná skilgreindum markmiðum.

Fyrir hverja er stjórnendahandleiðsla?

Öll sem eru með skilgreint stjórnendahlutverk og/eða mannaforráð.

Á Auðnast klíník er stuðst við eftirfarandi aðferðir:

  • HAM (hugræn atferlismeðferð)
  • Solution focused therapy (Lausnamiðuð nálgun)
  • Markþjálfun
  • Áhugahvetjandi samtal

Dæmi um það sem við vinnum með í stjórnendahandleiðslu

  • Styrkleikar og skuggahliðar í stjórnun
  • Samskipti
  • Ákvarðanataka
  • Krefjandi samtöl
  • Áskoranir í verkefnum
  • Sóknartækifæri
  • Breytingar
  • Endurgjöf
  • Starfsmannasamtöl
  • EKKO
  • Streita
  • Fjarvistir

Bókaðu stjórnendahandleiðslu