bakgrunnsmynd

Fræðsla

Vinnustaðir eiga að vera í forystu þegar kemur að þekkingu á heilsu- og vinnuverndarstarfi. Með Auðnast fræðslu leggjum við ríka áherslu á að leiða saman fræðin við strauma og stefnur atvinnulífsins.

Auðnast teymið samanstendur af fagfólki úr margvíslegum fræðigreinum og er þverfagleg nálgun því undirstaða í okkar efnistökum. Okkar markmið er að tengja saman fræðin við þarfir atvinnulífsins hverju sinni. Auðnast býður upp á örfræðslu, hefðbundna fræðslu og vinnustofur sem eru sérsniðnar eftir þörfum vinnustaðar. Hægt er að óska eftir fjarfræðslu, staðfræðslu eða upptöku.

Fræðsla í boði

Viltu verða betri stjórnandi?

Sérfræðingar Auðnast þjálfa stjórnendur í að takast á við áskoranir í starfsumhverfi líkt og samskipti, vinnumenningu, breytingar og sálfélagslegt öryggi. Efnistök og fjöldi skipta…

Vinnumenning

Í fræðslunni verður farið yfir grunnþætti að góðri vinnumenningu og föst leikatriði þegar kemur að því að skapa og viðhalda góðu félagslegu öryggi. Þátttakendum gefst…

Taugafræðilegur fjölbreytileiki ADHD og einhverfu

Fjölbreytileiki er einn þáttur sem mikilvægt er að virða í lífi og starfi. Þekking og umburðarlyndi eru þar lykilþættir bæði fyrir stjórnendur og annað starfsfólk.…

Svefn og svefnvenjur. Áskoranir foreldra ungra barna

Í þessari fræðslu verður farið yfir uppbyggingu svefns og góðar svefnvenjur. Sérstök áhersla verður á áskoranir tengdar svefni ungra barna og þau vandamál sem geta…

Svefn og svefnvenjur

Ein af mikilvægustu grunnstoðum heilsunnar er svefn. Í þessari fræðslu er farið yfir grunnþætti að góðum svefni og svefnvenjum, en einnig er fjallað um helstu…

Styðjum við stoðkerfið

Stoðkerfið gerir manninum kleift að standa uppréttur og hreyfa sig. Mikilvægt er því að hlúa vel að stoðkerfinu og kunna leiðir til þess að stýra…

Streita, styrkur eða stórhættulegt fyrirbæri

Í þessari fræðslu verður farið yfir uppbyggingu streitukerfisins, við hvaða aðstæður það reynist óhjálplegt og hvernig það þjónar jákvæðum tilgangi í daglegu lífi.

Streita, styrkur eða stórhættulegt fyrirbæri Stjórnendahandleiðsla

Markmið handleiðslu er að efla stjórnendur þegar kemur að persónulegri streitu en jafnfram fræða um hlutverk stjórnenda þegar kemur að eftirliti með streitu starfsfólks á…

Stjúpfjölskyldur Örfræðsla

Í fræðslunni verður farið yfir þær áskoranir sem fylgja því að vera í stjúpfjölskyldu. Þá verða ræddar hjálplegar leiðir til að takast á vði þær…

Starfslokasamtalið Stjórnendahandleiðsla

Markmið handleiðslu er fræða um tilgang og hlutverk stjórnenda á mikilvægum tímapunkti í starfsferli fólks. Farið er yfir ferli starfsloka, formgerð viðtala og faglegan stuðning.…

Skyndihjálp

Þekking á skyndihjálp getur bjargað mannslífum á vinnustað. Auðnast býður upp á tveggja klukkustunda námskeið í grunnatriðum skyndihjálpar þar sem farið er yfir fyrstu viðbrögð…

Sjálfstjórn og heilsa

Alla daga tökum við ákvarðanir sem mótast meðal annars af hæfni okkar í sjálfsstjórn. En hvað er eiginlega sjálfsstjórn og er hægt að hafa áhrif…

Samþætting um fjarvinnu og einkalíf með áherslu á fjarvinnustefnu

Í þessari hagnýtu fræðslu verður farið yfir kosti og áskoranir fjarvinnu. Horft er sérstaklega til starfsfólks og hvernig hægt er að halda sameiginlegum takti í…

Samskipti á vinnustað

Einn stærsti forspárþáttur að vellíðan á vinnustað eru farsæl samskipti starfsfólks. Í fræðslunni er farið yfir áhættuþætti og verndandi þætti í samskiptum og hvað hefur…

Leiðarvísir í krefjandi samskiptum

Samskipti eru lykilatriði á vinnustað og stundum er óhjákvæmilegt að sinna erfiðum samtölum. Í slíkum tilvikum er undirbúningur og þjálfun starfsfólks mikilvægt. Í fræðslunni verður…

Sálræn skyndihjálp

Sálræn skyndihjálp er stuðningur við einstakling sem hefur orðið fyrir erfiðleikum, lífskreppu eða annars konar áfalli. Með fræðslu og þjálfun um viðeigandi stuðning og bjargráð…

Sálræn skyndihjálp Stjórnendahandleiðsla

Mikilvægur liður í hlutverki stjórnenda er hæfni til að veita sálræna skyndihjálp. Markmið handleiðslu er að kenna leiðir til þess að veita fólki stuðning sem…

Hvað hvetur þig áfram? Örfræðsla

Í þessari örfræðslu förum við yfir hvað hvetur okkur áfram, hvaða aðferðum við beitum til að keyra okkur í gang. Við förum yfir markmiðasetningu og…

Virkjum sefkerfið Örfræðsla

Það er hverju og einum hollt að kortleggja hvar öryggi er að finna. Í þessari örfræðslu verður leitast við að fara yfir gagnlegar aðferðir þegar…

Orkubúskapur í einkalífi og starfi

Til að halda góðri orkustöðu og heilbrigði í daglegu lífi er mikilvægt að staldra reglulega við og taka raunstöðu. Í þessari fræðslu verður farið yfir…

Núvitund, öndun og slökun í daglegu lífi

Með núvitund og slökun í daglegu lífi leiðir fagaðili fólk í gegnum sitjandi núvitundar- og hugleiðsluæfingu með áherslu á öndun og slökun.

Máttur markmiða

Þegar kemur að markmiðum, getur verið að persónuleg vinna þurfi að eiga sér stað áður en við setjum okkur markmið. Í þessum fyrirlestri verður fjallað…

Lífskreppur

Bjargráð eru aðferðir sem hver og einn tileinkar sér í krefjandi aðstæðum. Í þessari fræðslu verður farið yfir hvað lífskreppur eru og hvernig er hægt…

Lífskreppur Stjórnendahandleiðsla

Öllum er hollt að búa yfir þekkingu og færni til að veita stuðning í lífskreppu. Lögð er áhersla á að efla þekkingu og færni stjórnenda…

Kynlíf í langtímasambandi

Í fræðslunni er farið yfir þær kröfur sem nútímasamfélag setur á ástarsambönd og hvernig kynlífinu líður í slíkum aðstæðum. Kynnt eru til sögunnar ráð til…

Jóga

Mjúkt jógaflæði er tilvalið uppbrot inn í vinnudaginn. Með jóga, öndun og mjúkri hreyfingu gefst starfsfólki tækifæri á að hlaða orkubirgðirnar og hlúa að sér…

Heildræn heilsa með Auðnast

Hvað er heildræn heilsa og hvernig er best að hlúa að henni. Farið er yfir líkamlega-, andlega- og félagslega heilsu og þá lykilþætti sem hver…

Aukin skilvirkni og betri frammistaða með HAM

Í þessari fræðslu er farið yfir gagnleg ráð til að mæta og takast á við breytingar, neikvæð viðhorf og brjóta upp óhjálpleg hegðunarmynstur. Kynntar eru…

Grunnur að góðri geðheilsu

Enginn fer í gegnum lífið án þess að upplifa áskoranir sem reyna á tilfinningalífið og almenna líðan. Mikilvægt er því að hver og einn þekki…

Hamingjuheilræði á aðventunni

Þegar sólin er lágt á lofti og annríki dagsins allsráðandi er gott að staldra við og fara yfir gagnleg ráð til að efla og viðhalda…

Fjarvinna

Að mörgu er að hyggja þegar kemur að breytingum í formi starfsstöðva sem skiptast í fjar- og staðvinnu. Í þessari fræðslu er farið yfir tækifæri…

Erfið samtöl Stjórnendahandleiðsla

Í þessari handleiðslu verður farið yfir mikilvæga þætti fyrir stjórnendur er kemur að erfiðum samskiptum og samtölum. Farið er yfir samtöl sem tengjast m.a. fjarvistum,…

EKKO Örfræðsla (4x20 mínútur)

Markmið örfræðslu er að dýpka þekkingu stjórnenda á EKKO málaflokknum. Efnistök örfræðslu eru: 1. EKKO í íslensku atvinnulífi 2. Undanfari eineltis og gagnleg ráð…

EKKO Áhorfendaáhrif

Í þessari fræðslu er farið yfir áhorfendaáhrif á vinnustað og afleiðingar þess á starfshópinn. Þá eru kynntar leiðir hvernig starfsfólk getur gripið inn í þegar…

EKKO Lögfræðileg nálgun Stjórnendahandleiðsla

Í þessari fræðslu er farið er yfir lög og reglur sem gilda um félagslegt vinnuumhverfi og hvaða afleiðingar EKKO mál geta haft á málsaðila…

EKKO fræðsla

Þegar kemur að EKKO málaflokknum eru sameiginlegur skilningur og réttar boðleiðir lykilþættir. Markmið fræðslu er að kynna aðferðarfræði sem nýtist starfsfólki og skapar grunn að…

EKKO Stjórnendahandleiðsla

Tilgangur EKKO stjórnendahandleiðslu er að efla, þjálfa og viðhalda færni stjórnenda til að takast á við tiltekin verkefni í starfi sem tengjast samskiptavanda og EKKO.…

Áhrif hreyfingar á andlega heilsu

Í þessari fræðslu verður farið yfir grunnþætti heilsu og mikilvægi jafnvægis milli andlegrar og líkamlegrar heilsu. Einnig verður fjallað um samspil næringar við heilbrigði sem…

Andleg heilsa kvenfólks

Andleg og líkamleg heilsa er ekki fasti og því mikilvægt að taka stöðuna reglulega og vera meðvituð um að ólíkar leiðir henta mismunandi aldri sem…

Andleg heilsa karlmanna

Heildræn heilsa er öllum afar mikilvæg og því nauðsynlegt að veita því athygli hvernig við getum hlúð að henni. Í fyrirlestrinum verður farið yfir hvernig…

Allt er breytingum háð (Hægt að bóka sem fræðslu eða sem stjórnendahandleiðslu)

Að mörgu er að huga þegar kemur að breytingum á vinnustað. Farið er yfir breytingar út frá fræðum og hvaða áhrif það getur haft á…

Viltu bóka fræðslu?

Sendu okkur fyrirspurn.