Sálfræðimeðferð

Hvað er sálfræðimeðferð?

Sálfræðimeðferð hefur það markmið að styðja fólk í að ná tökum á vanda eða krefjandi aðstæðum.

Auðnast klíník sinnir bæði ungmennum og fullorðnum.

Hvað gera sálfræðingar?

Sálfræðingar Auðnast sinna einnig stuðnings- og ráðgjafarviðtölum.

Hjá Auðnast starfa löggildir sálfræðingar sem sinna greiningum, meðferð og ráðgjöf fyrir börn, ungmenni og fullorðna. Auðnast klíník er rekin með leyfi frá Landlækni.

Á Auðnast klíník er stuðst við eftirfarandi aðferðir:

  • HAM (hugræn atferlismeðferð)
  • ACT (acceptance and commitment therapy)
  • Samkenndarmiðuð nálgun (compassion focused therapy)
  • Hagnýt atferlisgreining (ABA)
  • EMDR

Dæmi um það sem við vinnum með í sálfræðimeðferð

  • Kvíði
  • Þunglyndi
  • Depurð
  • Lágt sjálfsmat
  • Félagsfælni
  • Fóbíur
  • Áföll
  • Taugafræðilegar raskanir (ADHD - einhverfu- tourette o.fl.)
  • Sértækari vanda

Bókaðu sálfræðiviðtal