Áhættumat starfa - félagsleg sjálfbærni

Félagslegt vinnumhverfi.

Hreyfi- og stoðkerfi.

Með áhættumati er framkvæmd raungreining á sálfélagslegu öryggi starfsfólks. Að auki veita sérfræðingar Auðnast ráðgjöf sem leggur grunn að árangursríku og öruggu vinnuverndarstarfi.

Við áhættumatsgerð er tekið mið af eðli starfsemi, samsetningu starfsmannhóps, stærð og skipulags vinnustaðar.

Auðnast er í samstarfi við VSÓ ráðgjöf um heildstæða þjónustu við gerð áhættumats starfa og áætlana um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum VSÓ.

Félagsleg sjálfbærni (ESRS S1)

Áhættumat getur einnig verið greiningarleið í sjálfbærni. Í slíkum tilvikum er unnið út frá opinberum upplýsingum sem og viðtölum við starfsfólk í þeim tilgangi að meta raunstöðu á hverjum lið fyrir sig. Unnið er eftir stöðlum Global Reporting Intiative (GRI), ESRS S1 sem og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Auðnast er samstarfsaðili Klappa grænna lausna og sinnir þar sérfræðiráðgjöf og greiningu til þjónustunotenda Klappir.

bakgrunnsmynd

Hvað er félagslegt umhverfi á vinnustað?

Allt sem varðar samskipti og almennt skipulag á vinnustað svo sem stjórnun, skipulag, álag, kröfur, sjálfræði, stuðningur, heilsuefling, upplýsingagjöf o.fl. Öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi þar sem starfsfólki líður vel er undirstaða góðra verka.

Markmið áhættumats á vinnustað er:

  • Að bera kennsl á hættur sem kunna að felast í framkvæmd vinnu og vinnuumhverfi
  • Meta hugsanleg áhrif á öryggi og heilbrigði starfsfólks með tilliti til áhættuþátta í umhverfi
  • Leggja fram tillögur að gagnreyndum úrbótum þegar áhætta er greind
  • Setja fram tillögur að áætlun um forvarnir

Við bjóðum upp á staðbundið eða rafrænt áhættumat. Hafðu samband.

Auðnast er viðurkenndur þjónustuaðili Vinnueftirlits ríksins. Hjá Auðnast starfa sérfræðingar í áhættugreiningu á félagslegum og andlegum þáttum, sem og hreyfi- og stoðkerfi.

Framkvæmd áhættumats

Vettvangsskoðun
Forgreining
Viðtöl / rýnihópar
Kortlagning
Kynningar og ráðgjöf
Eftirfylgni

Bókaðu ráðgjöf eða fund.