Markþjálfun
Hvað er markþjálfun?
Markþjálfun er árangursmiðað samtal á milli markþjálfa og marksækjanda þar sem lögð er áhersla á að marksækjandi leiti lausna í öruggu og traustu umhverfi, innan ramma sem markþjálfi setur og styður við.
Á Auðnast klíník er stuðst við að nýta markþjálfunarferlið til að efla vitund og ábyrgð marksækjanda sem um leið eykur sjálfbærni hans í að sundurgreina og ná persónulegum markmiðum.
Fyrir hverja er markþjálfun?
- Fyrir öll sem vilja auka möguleika sína og vaxa.
Dæmi um það sem við vinnum með í markþjálfun
- Persónulegan vöxt
- Faglegan vöxt
- Framtíðarsýn
- Markmið og aðgerðir
- Sjálfsþekkingu
- Styrkleika
- Gildi
- Samskipti
- Leiðtogafærni