EKKO veita Auðnast Viðrun fyrir vinnustaði í Heil heilsu þjónustusamningi

Þegar kemur að samskiptavanda eða öðrum viðkvæmum málum sem tengjast EKKO málaflokknum skiptir viðeigandi stuðningur höfuðmáli.

Ef starfsfólk upplifir óþægileg/óviðeigandi atvik (eitt eða fleiri) eða verður vitni að slíku, getur viðkomandi óskað eftir samtali við viðbragðsaðila Auðnast í gegnum EKKO veitu Auðnast. Tilgangur viðtals er að veita starfsfólki tækifæri til að ræða upplifun og fá ráðgjöf eða upplýsingar um frekari úrvinnslu og eftirfylgni.

Dæmi um EKKO viðrun

  • Samskiptaágreiningur við samstarfsfélaga eða yfirmann
  • Upplifun á óviðeigandi háttsemi samstarfsfélaga
  • Ráðleggingar um næstu skref í EKKO tilkynningu
  • Ósk um stuðning við sáttamiðlun
  • Ræða upplifun án þess að mál fari lengra

Ef þinn vinnustaður er í þjónustusamningi hjá Auðnast og ef þú vilt bóka viðrunarsamtal, smelltu hér