Heilsufarsmat
Það hefur aldrei verið eins mikilvægt að fjárfesta í heilsu starfsfólks líkt og nú. Með fagmennsku og skilvirkni að leiðarljósi sér Auðnast vinnuvernd um heilsufarsmat á þínum vinnustað. Vandaðu valið þegar kemur að heilsufarsmati og veldu rétta mælikvarða fyrir þinn vinnustað.
Með heilsufarsmati gefst starfsfólki kostur á hlúa að persónulegri heilsu og vellíðan og vinnustaður leggur grunn að heilbrigðu samfélagi. Atvinnurekanda ber skylda til að bera kennsl á hættur í vinnuumhverfi (sbr. lög um aðbúnað og hollustuhætti 46/1980) og stuðla að öryggismenningu.
Hvers vegna að fjárfesta í heilsu starfsfólks?
Starfsfólk
- Tækifæri til þess að grípa tímanlega inn í heilsubrest
- Ráðgjöf við persónulega heilsueflingu
Vinnustaðir
- Færri fjarvistir
- Aukin framleiðni
- Hærri starfsánægja
- Heilbrigðara starfsumhverfi og heilsulæsi
Að auki er hægt að nýta heildarniðurstöður til framþróunar í vinnuvernd og til fræðslugreiningar.