Bólusetningar

Við bjóðum upp á árlega bólusetningu við inflúensu ásamt sérhæfðari þjónustu vegna starfa eða ferðalaga.

Inflúensubólusetning

Með hagkvæmnina að leiðarljósi mæta Auðnast hjúkrunarfræðingar á vinnustað og bólusetja starfsfólk. Að auki er boðið upp á opna tíma í Auðnast klínik þar sem starfsfólki gefst kostur á að þiggja bólusetningu.

Hverjum er ráðlagt að bólusetja sig?

  • 60 ára og eldri
  • Öllum sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum​
  • Heilbrigðisstarfsfólki sem annast fólk með aukna hættu​
  • Þunguðum konum​​

Hversu mikil vörn er í bólusetningu?

  • Búast má við 60-90% vörn gegn sjúkdómnum auk þess sem má búast við vægari einkennum hjá bólusettum sem veikjast​
  • Það tekur líkamann eingöngu 1-2 vikur að mynda verndandi mótefni eftir bólusetningu
  • Inflúensa gengur yfir norðurhvel jarðar frá október og fram í mars ár hvert​
  • Frá því smit á sér stað er meðgöngutími tveir dagar áður en einkenni og veikindi hefjast
  • Einkenni inflúensu koma yfirleitt snögglega sem hár hiti, höfuð-, bein- og vöðvaverkir, þurr hósti og særindi í hálsi
  • Í flestum tilfellum er viðkomandi frá vinnu í rúma viku
  • Í kjölfar inflúensu aukast líkur á lungnabólgu og sýkingu í kinn- og ennisholum sem geta lengt veikindi enn frekar. Varnir geta auk þess veikst sem og úthald minnkað
  • Ef bólusett er árlega mörg ár í röð má búast við minni líkum á inflúensusmitum yfir ævina
  • Inflúensufaraldurinn hefur mikil áhrif á skóla- og atvinnulífið þar sem mikil aukning er á fjarvistum starfsfólks og nemanda​
  • Í heilbrigðiskerfinu eykst álag á þessum tíma vegna fjölgunar í hópi þeirra sem þurfa á þjónustu að halda sem og fækkun á starfsfólki vegna veikinda

Sérhæfðar bólusetningar

Auðnast sinnir bólusetningum og ráðgjöf vegna sérhæfðari verkefna í starfi sem og vegna ferðalaga starfsfólks.

Bókaðu bólusetningu fyrir þinn vinnustað