Viðbragðsáætlun

EKKO viðbragðsáætlun

Vinnstöðum ber skylda til að viðhafa skriflega áætlun um heilsu og öryggi á vinnustað og er EKKO viðbragðsáætlun liður í því.

Eitt af því sem Auðnast hefur sérhæft sig í er að hanna EKKO sniðmát sem lagað er að þörfum vinnustaðar með tilliti til sálfélagslegs öryggis, sem og reglugerðar nr. 1009/2015 og lögum nr. 46/1980.

Sérfræðingar Auðnast í vinnuvernd fara yfir sniðmátið með fulltrúum vinnustaðar og gera breytingar í takt við vinnuumhverfi hverju sinni.

Með reglulegu millibili er sniðmátið endurskoðað og uppfærsla send þeim fyrirtækjum sem eru í fullri þjónustu hjá Auðnast, þeim að kostnaðarlausu.

Fjárfesta í EKKO sniðmáti

Gagnlegar spurningar

  • Er til EKKO viðbragðsáætlun á þínum vinnustað?
  • Er EKKO viðbragðsáætlun aðgengileg starfsfólki?
  • Hefur EKKO viðbragðsáætlunin verið uppfærð með reglulegu millibili?
  • Er tekið fram í EKKO viðbragðsáætluninni hvert viðkomandi getur leitað ef upp koma mál?