EKKO
(einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og ofbeldi)
Veistu hvers virði góð samskipti á þínum vinnustað eru?
Vertu viss um að þinn vinnustaður sé með forvarnir, skýra verkferla og viðeigandi úrræði þegar kemur að samskiptum og EKKO. Láttu sérfræðinga í Auðnast vinnuvernd greina áhættur og velja viðeigandi úrræði sem henta þínum vinnustað.
Veistu hvers virði góð samskipti eru á þínum vinnustað?
Ágreiningur á vinnustað er eðlilegur en getur reynst kostnaðarsamur ef ekki er aðhafst. Mikilvæg undirstaða í öryggismenningu á vinnustað er því innleiðing á farsælum samskiptamáta.