Starfslok
Auðnast hefur hannað starfslokastefnu og starfslokanámskeið í þeim tilgangi að stuðla að farsælum tímamótum.
Að ljúka störfum á vinnumarkaði er mikil breyting. Ef fólk fær tækifæri til að undirbúa starfslok sín af kostgæfni eru meiri líkur á því að tímamótin auki við ánægju og vellíðan í starfi sem og komandi árum. Aðlögun og góður undirbúningur eru því grunnforsenda fyrir ánægjulegum starfslokum. Þegar hugað er að heilsu og vellíðan starfsfólks leggur Auðnast til að starfsfólk sem er á seinni hluta starfsævinnar sé þar ekki undanskilið og að stefna um starfslok sé hluti af heildrænni mannauðsstefnu.