Vinnuvernd
Hvað er vinnuvernd?
Markmið vinnuverndar er að koma starfsfólki heilu heim í lok vinnudags og að loknu ævistarfi. Okkar hlutverk sem sérfræðingar í vinnuvernd er að veita ráðgjöf og þjónustu til að stuðla að öryggi og heilbrigði.
Hjá Auðnast starfa sérfræðingar í vinnuvernd. Auðnast hefur auk þess leyfi frá Vinnueftirlitinu sem þjónustuaðili við gerð áætlana um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum.
Fyrir hverja er ráðgjöf í vinnuvernd
- Fyrir vinnustaði sem vilja efla sig í heilsu- og vinnuverndarstarfi
- Fyrir vinnustaði sem vilja stíga sín fyrstu skref í heilsueflingu, forvörnum eða vinnuvernd
Dæmi um það sem við vinnum með í ráðgjöf í vinnuvernd
- Áhættumat. Framkvæmd, fyrirkomulag og ávinningur
- Kortlagning á áhættuþáttum
- Forgangsröðun verkefna
- Skipulag á heilsueflandi inngripum og forvörnum