Auðnast vinnuvernd

Auðnast vinnuvernd er leiðandi í þjónustu á sviði heilsu, öryggis og félagslegrar sjálfbærni á vinnustöðum.

Markmið vinnuverndar er að skapa sjálfbært og öruggt umhverfi og stuðla að verðmætasköpun. Með öflugu vinnuverndarstarfi er hægt að draga úr kostnaði og auka vellíðan á vinnustað.

Hlutverk vinnuverndar er m.a. að

  • Greina og meta áhættur
  • Kortleggja og veita ráðgjöf í félagslegri sjálfbærni
  • Veita ráðgjöf í vinnuvernd og stjórnun
  • Innleiða stefnur
  • Þjálfa stjórnendur og starfsfólk
  • Fræða og styðja eftir þörfum
  • Sinna forvörnum
  • Forgangur í vöruhús Auðnast
  • Tryggja samræmi við lög og reglugerðir (Lög um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum 46/1980)

Hjá Auðnast starfa sérfræðingar í vinnuvernd með starfsréttindi frá Vinnueftirlitinu

Hvað má bjóða þér?

Heil heilsu samningur Auðnast

Komdu í þjónustusamning hjá Auðnast og við stöndum vörð um félagslegt öryggi og heilsu starfsfólks og stjórnenda

Fræðsla

Vertu í forystu þegar kemur að þekkingu á þínum vinnustað. Bókaðu Auðnast fræðslu hér og tryggðu að starfsfólk hafi bestu mögulegu þekkingu sem völ er á hverju sinni

Heilsufarsmat

Heilbrigt starfsfólk skilar betri árangri og upplifir meiri starfsánægju. Bókaðu heilsufarsmat og leggðu grunn að hraustum vinnustað

Áhættumat og sjálfbærni

Bókaðu raungreiningu á sálfélagslegu öryggi í starfsumhverfinu og taktu skrefið í átt að félagslegri sjálfbærni á þínum vinnustað

EKKO

Samskipti leggja grunn að heilsu og öryggi á vinnustað. Tryggðu forvarnir, góða verkferla og faglega aðferðafræði með samstarfi við EKKO teymi Auðnast.

Fjarvistir og viðvera

Hagkvæmni í rekstri og heilbrigði vinnustaðar helst í hendur við faglega nálgun í fjarvistum og viðveru. Horfðu heildrænt á viðfangsefnið með vinnuverndarteymi Auðnast.

Starfslok

Tryggðu öryggi og heilsu starfsfólks með því að bjóða upp á starfslokanámskeið og þjálfa stjórnendur í starfslokasamtölum. Kynntu þér þér hvað Auðnast hefur hannað þegar kemur að starfslokum

Bólusetning

Með heilsu og hagkvæmni að leiðarljósi býður Auðnast upp á bólusetningar gegn inflúensu

Skyndihjálp

Sérfræðingar Auðnast í vinnuvernd veita ráðgjöf og þjónustu til að stuðla að öryggi, heilbrigði og félagslegri sjálfbærni á vinnustað. Vantar þig aðstoð, bókaðu fund

Trúnaðarlæknir

Fjárfestu í starfsfólki með því að setja heilsu og öryggi í fyrsta sæti. Heil heilsu teymi Auðnast leggur grunn að heilbrigðum og árangursríkum vinnustað.

Auðnast klíník

Á Auðnast klíník veitum við árangursríka meðferð og ráðgjöf í þeim tilgangi að efla heilsu, líðan og öryggi fólks

Viltu vera með Auðnast í liði?

Bókaðu ráðgjöf eða fund.