Þjálfun stjórnenda
Þjálfum stjórnendur í EKKO og farsælum samskiptum
Með markvissri þjálfun í félagslegri öryggismenningu stjórnandans er lagður grunnur að heilbrigðum samskiptum á vinnustað.
Auðnast sérhæfir sig í vinnustofum og stjórnendahandleiðslu á sviði félagslegra samskipta.
Tilgangur EKKO stjórnendahandleiðslu er að efla, þjálfa og viðhalda færni stjórnenda til að takast á við tiltekin verkefni sem tengjst samskiptavanda og EKKO.
Markmiðið er að stjórnendur verði upplýstir um ábyrgðarhlutverk sitt gagnvart sálfélagslegri vellíðan starfsfólks á vinnustað og kunni viðeigandi viðbrögð.
Gagnlegar spurningar
- Ganga stjórnendur á þínum vinnustað fram með góðu fordæmi þegar kemur að samskiptum á vinnustað?
- Kannt þú sem stjórnandi að leysa úr ágreiningi?
- Vita stjórnendur á þínum vinnustað hvert hlutverk þeirra er í EKKO málum?
Hvað lærir stjórnandinn
- Ábyrgðarhlutverk sitt gagnvart sálfélagslegu öryggi.
- Tilgang og markmið EKKO viðbragðsáætlunar
- Þekkja ítarlega hugtökin áreitni, ofbeldi, einelti, samskiptavandi
- Þekkja forvarnarþætti samskipta
- Þekkja eðlileg viðbrögð þegar mál af þessu tagi koma upp
- Kunna viðeigandi viðbrögð við lífskreppum