Sáttamiðlun
Hvað er sáttamiðlun?
Sáttamiðlun er ferli til að leysa deilu með aðstoð hlutlauss aðila. Markmiðið er að deiluaðilar leysi ágreininginn í sameiningu í gegnum trúnaðarsamtal. Sáttamiðlarinn á að vera hlutlaus aðili sem hefur það hlutverk að leiða deiluaðila saman í samtal. Hann aðstoðar deiluaðila að ræða saman og finna farsæla lausn sín á milli sem hugnast báðum. Aðilar fá tækifæri til að deila upplifun sinni, heyra upplifun hins aðilans og eiga samtal þegar það hefur áður ekki gengið. Oft skapast meiri skilningur milli beggja aðila þó lausn sé ekki í farvegi. Þannig getur sáttamiðlun haft jákvæðar afleiðingar í för með sér án þess að sátt náist endilega í málinu.
Fyrir hverja er sáttamiðlun?
- Forsjáraðila
- Fjölskyldur
- Starfsfólk
- Stjórnendur
Dæmi um það sem við vinnum með í sáttamiðlun
- Ágreiningur á vinnustað
- Samskiptavandi
- EKKO mál
- Forsjármál
- Fjölskylduerjur