Markmið Auðnast er því að þjónusta og fræða fólk um heilbrigðar lífsvenjur
Auðnast býður upp á heilsumiðaða þjónustu þar sem skimað er fyrir þeim lykilþáttum er varða heildræna vellíðan. Ef þú eða þitt fyrirtæki hefur áhuga á heildrænu heilsumati skaltu kynna þér hvað er í boði hér á síðunni.
Við trúum á mátt fjölskyldugilda í samfélagi
Kofi Annan sagði eitt sinn að hamingja samfélags væri fólgin í velferð fjölskyldnanna sem þar byggju. Ef fjölskyldunni líður vel er samfélagið einfaldlega betra. En fjölskyldur og fjölskyldugerðir sem hver og einn tilheyrir eru fjölbreytilegar og hver og einn getur tilheyrt mörgum hópum á sama tíma.
Samstarfshópurinn á vinnustaðnum eða vinahópurinn getur verið ein tegund af fjölskyldu á sama tíma og ástarsambandið í einkalífinu er nánasta form fjölskyldugerðar. Samfélagsleg ábyrgð allra hlýtur því að vera fólgin í því að skapa umhverfi fyrir fólk til þess að sinna hlutverkum sínum af kostgæfni. Með menntun og reynslu að vopni höfum við í samstarfi við fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga þróað hugmyndafræði og forvarnastarf í þeim tilgangi að stuðla að heildrænni heilsueflingu.
Við trúum á snjóboltaáhrif þegar kemur að heilbrigðu og hamingjusömu samfélagi