Hugmyndafræði Auðnast

Auðnast var stofnað árið 2014 í þeim tilgangi að þjónusta atvinnulífið um allt er varðar heilsu og félagslegt öryggi starfsfólks. Sama ár var Auðnast klíník opnuð en þar er boðið upp á þverfaglega meðferð, handleiðslu og ráðgjöf fyrir einstaklinga, fjölskyldur og hópa við úrlausn mála.


Hugmyndafræði Auðnast byggir á sex atriðum sem við köllum leiðarljósin og endurspegla þau aðferðir okkar og viðhorf í starfi:
1. Heilsa, líðan og starfsánægja endurspeglar vinnustaðinn

2. Heilsuefling, forvarnir og fræðsla eru til þess fallin að efla heilsu og öryggi á vinnustað

3. Auðnast býður upp á bestu mögulegu leiðir hverju sinni sem stuðla að bættri heilsu og vellíðan starfsfólks

4. Auðnast vill hvetja fólk til þess að verða sérfræðingar í eigin heilsu og hamingju

5. Auðnast stuðlar að góðum og farsælum samskiptum á vinnustað með árangursríkum leiðum

6. Með heilbrigðu og vel upplýstu starfsfólki nær vinnustaður betri og markvissari árangri

Með samstarfi við Auðnast eru vinnustaðir að stuðla að traustu öryggiskerfi heilsunnar, móta jákvæða innri menningu og styrkja færni einstaklinga til að takast á við fjölbreytt umhverfi og aðstæður

Vertu með Auðnast í liði