Hvað er skoðað í heilsufarsmati?

Góð heilsa er grunnur að góðum vinnustað

Hjúkrunarfræðingar Auðnast eru einstaklega fær þegar kemur að ráðgjöf og stuðningi við heilsueftirlit og eflandi úrræði.

Framkvæmd

Skimað er fyrir grunnþáttum í líkamlegri, félagslegri og geðheilsu.

  • Svefnvenjur
  • Neysluvenjur
  • Hreyfing
  • Verkir
  • Álagsmælingar
  • Svefnvenjur
  • Stuðningur / tengsl
  • Bjargráð
  • Sjálfsmat
  • Heilsulæsi / innsæi
  • Kvíði
  • Depurð / þunglyndi
  • B-in þrjú (blóðþrýstingur, blóðsykur, blóðfitur)

Lengd viðtals

20 mínútur (hægt er að óska eftir sértækari skoðunum).

Eftirfylgniviðtal

Ef upp koma vísbendingar um heilsuvanda er starfsfólki vísað í viðeigandi úrræði, hvort heldur sem er tengt geðheilsu eða líkamlegri heilsu.

Samantektarskýrsla

Auðnast vinnur samantektarskýrslu úr helstu niðurstöðum að loknu heilsufarsmati, í þeim tilgangi að fylgjast með almennri heilsu og líðan starfshóps. Í skýrslunni er ekki hægt að greina persónulegar upplýsingar og ekki eru gefnar upp tölulegar upplýsingar ef fjöldi starfsfólks er undir 20.

Persónuvernd

Sérfræðingar Auðnast eru bundnir trúnaði gagnvart starfsfólki. Auðnast skráir hvorki né varðveitir persónurekjanlegar upplýsingar. Starfsmaður getur óskað eftir því að niðurstöður séu ekki notaðar í heildarmat vinnustaðar.

Auðnast býður einnig upp á sértækari skoðanir:

  • Heyrnamælingar
  • Öndunarmælingar

Viltu vita meira um heilsufarsmatið okkar?