Fyrirtækjaþjónusta: vertu með auðnast í liði!

Heildræn heilsustefna fyrirtækja

Í vaxandi mæli eru stjórnendur farnir að gera sér grein fyrir því að árangur og arðsemi fyrirtækja helst í hendur við líðan starfsfólks. Með aukinni þekkingu hefur því færst í aukana að fyrirtæki móti stefnu og verkferla sem stuðla að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu starfsmanna. Til að koma til móts við áhuga og þörf fyrirtækja á heilsu starfsmanna hefur Auðnast hannað heildræna heilsustefnu fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir af öllum stærðum og gerðum.

Ef heilsan er í lagi erum við líklegri til að vera besta og orkumesta útgáfan af okkur sjálfum.

Með því að velja þjónustu Auðnast eru stjórnendur að stuðla að traustum og viðvarandi grunni vellíðunar hjá starfsfólki, móta jákvæðari innri menningu fyrirtækis og styrkja samskiptafærni einstaklinga til að takast á við fjölbreytt umhverfi og aðstæður. Hugmyndafræði Auðnast um heildræna heilsu eykur líkur á að:

  • Starfsmannavelta minnki
  • Starfsánægja og starfsgeta aukist
  • Heildarárangur fyrirtækis verði meiri

„Vinnan göfgar manninn“

Hvað er í boði?

Heilsufarsmat og heilsuráðgjöf

Árangur fyrirtækja ræðst af heilsu og líðan starfsmanna
sjá nánar

Starfslok

Tímamót og tækifæri
sjá nánar

Fræðsludagskrá

Fyrirlestrar á vegum Auðnast eru stuttir, hnitmiðaðir og til þess fallnir að auka færni fólks á mismunandi sviðum daglegs lífs
sjá nánar

BÓLUSETNINGAR

Auðnast býður upp á bólusetningar í fyrirtækjum og stuðlar að því að draga úr áhrifum inflúensunnar
sjá nánar

viðveru- / fjarvistastjórnun

Markviss þjónusta og stuðningur við fyrirtæki
sjá nánar

Hressandi hreysti á vinnustað

Heilsuefling til framtíðar
sjá nánar

Vinnustaðaúttekt

Það er mikilvægt að láta sér líða vel í vinnunni
sjá nánar
Breytt hugsun — Betri heilsa — Bætt samfélag