Bóka fræðslu
Skyndihjálp
Þekking á skyndihjálp getur bjargað mannslífum á vinnustað. Auðnast býður upp á tveggja klukkustunda námskeið í grunnatriðum skyndihjálpar þar sem farið er yfir fyrstu viðbrögð við bráðum veikindum eða slysi, aðkomu og hvernig skuli meta aðstæður hverju sinni. Að fræðslu lokinni fá allir þátttakendur að spreyta sig á hjartahnoði.