Bóka fræðslu

Samþætting um fjarvinnu og einkalíf með áherslu á fjarvinnustefnu

Í þessari hagnýtu fræðslu verður farið yfir kosti og áskoranir fjarvinnu. Horft er sérstaklega til starfsfólks og hvernig hægt er að halda sameiginlegum takti í starfi en á sama tíma aðgreina og hlúa að einkalífi. Gagnleg ráð kynnt til sögunnar sem stuðla að góðu jafnvægi milli vinnu einkalífs.