Bóka fræðslu

Leiðarvísir í krefjandi samskiptum

Samskipti eru lykilatriði á vinnustað og stundum er óhjákvæmilegt að sinna erfiðum samtölum. Í slíkum tilvikum er undirbúningur og þjálfun starfsfólks mikilvægt. Í fræðslunni verður farið yfir hvern þátt fyrir sig þegar kemur að krefjandi samskiptum; Hvernig farið er inn í samtal af öryggi, hver eru hefðbundin viðbrögð, líkamstjáning og/eða ógn, og svo eftirvinnsla og jafningjastuðningur.
Þessi fyrirlestur hentar vel fyrir framlínufólk, starfsfólk sem sinnir viðskiptavinum eða stjórnendur með mannaforráð.