Bóka fræðslu
Bjargráð
Bjargráð eru aðferðir sem hver og einn tileinkar sér í krefjandi aðstæðum. Í lífskreppu duga bjargráðin ekki til sem getur haft áhrif á líðan og heilsu fólks. Margar tilfinningar einkenna lífskreppur og algengt að þær hafi tímabundin áhrif á frammistöðu og samskipti við samstarfsfólk. Í þessari fræðslu verður farið yfir hvernig hægt er að læra á sjálfan sig þegar kemur að lífskreppum og hvernig vinnustaðurinn getur veitt viðeigandi stuðning.